Jón Rúnar Pétursson var í lok síðustu viku dæmdur í 21 mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Jón Rúnar, sem er á fertugsaldri, veittist að konu með ofbeldi og henti henni fram af svolunum í íbúð hans á annarri hæð í Breiðholti þann 16. september árið 2019.
Konan hlaut margvíslega áverka eftir árásina, meðal annars heilahristing, blæðingar og bólgur undir húð í andliti ásamt skurðum yfir kjálka vinstra megin, brot á tveimur stöðum í neðri kjálka, brot í kinnholu í efri kjálka, brotnar tennur og brot á mjaðmabeini.
Læknir sagði konuna teljast heppna að hafa sloppið við alvarlegri áverka. Langtímaáhrif, sérstaklega af kjálkabrotinu, væru þó óviss á þessari stundu.
Jón Rúnar var handtekinn sama kvöld og árásin var framin og sætti gæsluvarðhaldi frá 17. september til 13. október. Jón var á skilorði þegar hann var handtekinn vegna annars brots. Gæsluvarðhaldið verður dregið frá dómnum.
Jón neitaði alfarið að hafa hent konunni fram að svölunum og sagðist ekki hafa orðið vitni að því þegar hún féll. Vitni af árásinni kvaðst þó hafa séð manninn „vippa“ konunni yfir svalahandriðið og þvertók konan sjálf fyrir að hafa hoppað sjálf niður af svölunum.
Jóni er einnig gert að greiða konunni 3,7 milljónir króna auk vaxta og allan málskostnað sem hljóðar upp á rúmar þrjár milljónir.