Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag karl­mann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, stór­fellda líkams­á­rás og stór­fellt brot í nánu sam­bandi en maðurinn var einnig á­kærður fyrir til­raun til mann­dráps.

Maðurinn réðst að fyrr­verandi unnustu og sam­býlis­konu sinni að­fara­nótt mánu­dagsins 1. ágúst 2022 með of­beldi, hótunum og ó­lög­mætri nauðung. Hann hafði einnig sam­ræði og önnur kyn­ferðis­mök við hana án hennar sam­þykkis utan­dyra og inni í bif­reið. Hann var einnig sak­felldur fyrir stór­fellda líkams­á­rás gegn annarri konu sem hann réðst á sama dag er hann sló hana í­trekuðum hnefa­höggum í and­litið.

Í dómi héraðs­dóms segir að maðurinn hafi brotið bíl­rúðu á bif­reiðinni og slegið brota­þola í­trekað í and­litið höfuðið og líkama. Honum var einnig gefið að sök hafa rifið í hár hennar, sett hníf að hálsi hennar, þvingað hana til að liggja ofan á gler­brotum, hótað henni líkams­meiðingum m.a. með því að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið.

Á­verkar konunnar voru miklir en hún hlaut mar og eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nef­beinum, bólgu og mar á augn­­loki og kringum hægra auga, bólgu og sár á neðri vör hægra megin og brot á mál­beini vinstra megin, svo dæmi séu tekin. Hún var einnig með punkta­blæðingu á hljóð­himnu vinstra megin, hrufl á hægri öxl, skraps­ár á hægri síðu, skrámur víðs vegar á neðri hluta baks og á báðum rass­kinnum, mar á hægri oln­­boga, hrufl á báðum hnjám, mar á innan­­verðu hægra læri, hægri nára og hægri ökla, skrámur víðs vegar á fót­­leggjum.

Leitaði skjóls í íbúð hjá ókunnugum

Maðurinn krafðist sýknu fyrir dómi og byggði kröfu sínu á því að hátt­­semin væri ó­­­sönnuð, á­­setning hans skorti til að fremja brotin og að fyrir hafi legið sam­þykki brota­þola vegna kyn­makanna og meintrar líkams­­á­rásar tengdum þeim.

Eftir á­rásina leitaði brota­þoli skjóls í íbúð hjá fólki sem hún þekkti ekki sem hringdu á lög­regluna. Í­búðar­eig­andi kvaðst hafa vaknað við að dyra­bjöllunni var hringt og reyndist það vera brota­þoli að óska eftir hjálp.

Hann hefði hleypt henni inn og reyndist hún vera buxna­­laus og blóðug og sagði honum að fyrr­verandi kærasti hennar hefði ráðist á hana. Brota­þoli sat í stofu í­búðarinnar þegar lög­­reglu bar að og var hún með glóðar­auga og bólgin á hægra­­gagn­auga og innan á vörinni. Einnig mátti sjá blóð­bletti í peysu hennar og í hári. Virtist hún vera í upp­­­námi og gekk erfið­­lega að ræða við hana en sagði á endanum að fyrr­verandi kærasti hennar, á­kærði, hefði ráðist á hana.

Skýrla var tekin af brota­þola á slysa­deild sama dag og at­vik gerðust og í dómi héraðs­dóms segir að hún hafi sagt á­kærða „vera stóru ástina í lífi sínu og væri hún búin að vera mjög upp­tekin af honum en þau hefðu hætt saman í ágúst í fyrra.“

Neitaði sök og sakaði konuna um að byrla sér

Í skýrslu­töku neitaði maðurinn fyrir að hafa beitt konuna of­beldi án hennar sam­þykkis. Hann sakaði hana um að hafa byrlað fyrir sér. Hann viður­kenndi að hafa reynt að hafa sam­ræði við konuna en sagði það hafi verið með hennar sam­þykki og að hann náði honum ekki upp.

Kvaðst hann ekki hafa lagt hendur á brota­þola á meðan á kyn­lífinu stóð en hafa tekið hana háls­taki þegar þau voru úti að ríða.

Þau hafi síðan farið að rífast og hún hafi hlaupið út. Réttar­læknis­fræði­leg skoðun á manninum sýndi fram á að hann væri með sex ferskar skrámur og klór­merki á vinstra herða­blaði/öxl á­samt fjölda annarra smá­vægi­legra meiðsla.

„Hinar ýmsu rispur á herða­blaði og síðu gætu sam­­rýmst klór­­merkjum og marið sem hann er með gæti verið eftir á­­verka,“ segir í dómi héraðs­dóms.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stór­fellda líkams­á­rás. Hvað nauðgunar­brotið varðar segir héraðs­dómur að brotið hafði al­var­­legar líkam­­legar og and­­legar af­­leiðingar fyrir brota­þola „og með því braut hann gróf­­lega gegn kyn­­frelsi hennar. Var brot á­kærða gegn 194. gr. al­­mennra hegningar­laga sér­­stak­­lega gróft og niður­­lægjandi.“

Til frá­dráttar dæmdri refsingu kemur ó­slitið gæslu­varð­hald á­kærða frá 2. ágúst 2022 með fullri daga­tölu.