Karl­maður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir til­raun til mann­dráps og stór­felldar líkams­meiðingar í Héraðs­dómi Reykja­víkur. Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sóknari hjá em­bætti héraðs­sak­sóknara stað­festir þetta í sam­tali við mbl.is.

Maðurinn réðst á tvo sam­starfs­fé­laga sína á þjóð­há­tíðar­daginn á Sel­tjarnar­nesi og hefur hann sætt gæslu­varð­haldi frá á­rásinni og kemur hún til frá­dráttar fangelsis­vistarinnar. Í á­kæru gegn manninum segir að hann hafi komið aftan að sam­starfs­fé­lögum sínum og ráðist á þá.

Mennirnir störfuðu hjá verk­taka­fyrir­tæki og sló maðurinn fyrrum sam­starfs­fé­laga sinn með klauf­hamri og jarð­haka í höfuð og búk með þeim af­­leiðingum að vinnu­­fé­laginn þrí­­höfuð­­kúpu­brotnaði.

Maðurinn er sagður hafa slegið hinn vinnu­­fé­lagann einnig í hausinn með klauf­hamri.

Á­kæru­valdið fór fram á fimm ára fangelsi gegn manninum sem er heldur minna en niður­staða héraðs­dóms. Í sam­tali við mbl.is gar Karl Ingi ekki svarað því að svo stöddu hvort málinu yrðu á­frýjað.

Við aðalmeðferð málsins í héraði sagði maðurinn málið eiga sér aðdraganda og sagði hann að 15. júní tveimur fyrir árásirnar, hafi mennirnir niðurlægt og ógnað honum. Það hefðu þeir gert með því að láta skóflu síga niður á höfuð hans.

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari sagði erfitt að taka mark á framburði mannsins. Þá sagði hann lýsingar hans á atburðunum í aðdraganda árásanna ekki geta legið til grundvallar, en vinnufélagarnir tveir könnuðust ekki við þá. Þó sagði hann ljóst að eitthvað hefði átt sér stað þann 15. júní, en erfitt væri að segja hvað það væri.