Skotland

​Dæmdur fyrir hrottalegt morð á hinni sex ára MacP­hail

Dóm­stóll í Glas­gow dæmdi í dag sex­tán ára dreng fyrir morðið á hinni sex ára Aleshu MacP­hail um síðasta sumar. Drengurinn nam stúlkuna á brott af heimili ömmu hennar og afa, nauðgaði henni og myrti.

Alesha MacPhail. Mynd/Facebook

Dóm­stóll í Glas­gow dæmdi í dag sex­tán ára dreng fyrir morðið á hinni sex ára Aleshu MacP­hail um síðasta sumar. Drengurinn nam stúlkuna á brott úr rúmi á heimili ömmu hennar og afa á skosku eyjunni Bute í skjóli nætur. Því næst nauðgaði hann henni og myrti. 

Nafn drengsins verður ekki gert opin­bert þar sem hann er undir sjálf­ræðis­aldri. Refsing hans verður á­kveðin 21. mars næst­komandi. Morðið var sér­lega hrotta­fengið að því er BBC greinir frá.

For­eldrar Aleshu sögðu fyrir dóm­stólum að ver­öld þeirra hafi hrunið þegar dóttir þeirra fannst látin. Robert, faðir hennar, sagðist eiga erfitt með að fóta sig í dag­legu lífi. 

Líf­sýni sem tekið var á vett­vangi við rann­sókn málsins passaði við annað slíkt sem fannst í rúminu sem stúlkan svaf í. Það var úr drengnum. Sér­fræðingur sem kom fyrir dóminn sagði að líkurnar væru einn á móti milljarði að sýnið væri úr öðrum en drengnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skotland

Ung­lingur hand­tekinn vegna morðsins á MacPhail

Erlent

Sextán ára ákærður fyrir morðið á Aleshu

Skotland

Sex ára stúlka fannst látin í hótel­rústum

Auglýsing

Nýjast

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Auglýsing