Dómari í Pennsylvaníu-fylki Bandaríkjanna hefur dæmt mann í fjórum af fimm ákæruliðum í máli er varðaði kynferðislega áreitni hans í garð konu. Áreitnin átti sér stað í brúðkaupsveislu í ágúst 2019, sem var haldin fyrir brúðkaup mannsins, Daniel Carney, en konan var brúðarmær. People fjallar um málið.

Einn ákæruliðurinn sem hann var dæmdur fyrir varðaði tilraun til kynferðislegar áreitni. Og þá var hann sýknaður af ákæru er varðaði tilraun til nauðgunar.

Í skýrslutöku hafði Carney upphaflega neitað sök, og haldið því fram að hann hafi ekki gert neitt rangt. Hann viðurkenndi þó seinna að hafa gripið í handlegg konunnar og dregið hana í búningsherbergi karla. Umrætt búningsherbergi var í golfskála þar sem brúðkaupsveislan fór fram í, en í umræddum klefa eiga brot mannsins að hafa átt sér stað.

Myndefni úr öryggismyndavélum var tekið til skoðunar en það þótti styðja framburð konunnar.

Hún sagðist hafa misst meðvitund vegna ölvunar, en rankað við sér vegna sársauka er Carney beit í og káfaði á henni. Hún sagðist aftur hafa misst meðvitund og aftur vaknað, og þá hafi hann verið ofan á henni.

Síðan á brúðurin að hafa komið að þeim í sturtu í búningsherberginu, en í hún og Carney eru ennþá gift.

Í dómnum var einnig farið yfir SMS-skilaboð sem Carney á að hafa sent konunni eftir atvikið. Þar baðst hann afsökunar á atvikinu. Þá grátbað hann hana um að taka neyðarpillu. Þó hann sagðist fullviss um að kynferðismök hafi ekki átt sér stað.

Lögmaður Carney gaf út yfirlýsingu vegna málsins og sagði sig og skjólstæðing sinn ósátta með niðurstöðuna og ætla að áfrýja henni.