Svíþjóð

Dæmdur fyrir að stela krúnu­djásnunum

Sænskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir þjófnað á sænskum krúnudjásnum.

Djásnin eru metin á fúlgur fjár. Mynd/ Sænska lögreglan

Nicklas nokkur Bäckström hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að stela sænsku krúnudjásnunum síðasta sumar. Virði gripanna sem hann komst undan með er metið 860 milljónir íslenskra króna.

Bäckström komst undan með tvær kórónur og ríkisepli frá 1611 úr dómkirkjunni í Strängnäs. Gripirnir höfðu verið grafnir með Karli 9. Svíakonungi og Kristínu drottningu, eiginkonu Karls

Bäckström komst undan á vélbát eftir að hafa haft gripina með sér um hábjartan dag. Gripirnir fundust síðar í ruslagámi fyrir utan Stokkhólm og voru lífsýni Bäckström greinanleg á þeim. Játaði hann sök að hafa stolið gripunum, en neitaði því að hafa stolið þremur öðrum krúnudjásnum. Var hann þó sakfelldur fyrir þann þjófnað líka.

Rannsókn  málsins hófst í janúar síðastliðinn og leiddi hún til handtöku hins 22 ára Bäckström.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Svíþjóð

Sænskur ISIS-liði talinn af

Svíþjóð

Greta Thun­berg til­nefnd til friðar­verð­launa Nóbels

Svíþjóð

Sprenging í strætó í Stokk­hólmi

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing