Þrír karl­menn voru í gær dæmdir í skil­orðs­bundið fangelsi fyrir mann­dráp af gá­leysi, með því að hafa orðið sam­starfs­manni sínum að bana í frauð­pressu­vél hjá Plast­gerð Suður­nesja.

Sam­­kvæmt skýrslu lög­­reglunnar á Suður­­nesjum barst henni til­­­kynning um vinnu­­slys í Plast­­gerð Suður­nesja um hádegisbilið mið­viku­­daginn 21. júlí 2017.

Þegar lög­­reglu­­menn komu á vett­vang voru sjúkra­flutninga­­menn að bera slasaðan mann inn í sjúkra­bíl á sjúkra­börum. Sam­­kvæmt upp­­­lýsingum sjúkra­flutninga­manna hafði hinn slasaði klemmst á búk í svo­kallaðri frauð­­kassa­­steypu­­vél, en slík vél er notuð til að pressa frauð­efni saman í form svo úr verði frauð­­kassar.

Í dómi Héraðs­dóms Reykjaness kemur fram að starfs­maður hafi byrjað að hita vélina, en snúið sér að öðrum verk­efnum aftan við vélina á meðan hún ­hitnaði. Stuttu síðar hafi hann aftur farið að vélinni og gang­­sett hana, en þá heyrt hróp og köll í vinnu­­fé­laga sínum, A, sem hafði verið inni í pressu vélarinnar sem hann gang­­setti.

Kvaðst hann þá strax hafa farið að vélinni og stillt hana á hand­stýringu til að ýta á neyðar­hnapp svo hún stöðvaðist. Að hans sögn hafði hinn látni farið inn í vélina, án vit­neskju hans, í því skyni að hreinsa form vélarinnar, en slíkt þurfi að gera þegar frauð­efni festist í henni.

Hann sagðist ekki hafa séð inn í vélina þegar hann setti hana í gang og kvaðst heldur ekki hafa at­hugað hvort ein­hver væri þar inni. Sagði hann að um­­rædd vél væri búin öryggis­hliði sem þjónaði þeim til­­­gangi að ekki væri hægt að kveikja á henni nema hliðið væri lokað.

Slysið átti sér stað árið 2017.
Ljósmynd/Googlemaps

Öryggið tekið af vegna bilana

Þar sem vélin hefði hins vegar verið frekar erfið í notkun vegna bilana hefði öryggið verið tekið af henni, sem gerði það að verkum að að hún gat farið í gang án þess að öryggis­hliðið væri lokað. Því væri hliðið oft opið þótt vélin væri í gangi.

Sam­kvæmt skýrslu vinnu­eftir­lits ríkisins segir að einn sak­borningur í málinu hafi gert skynjara í vélinni ó­virkan með því að losa hann öðru megin og líma báða hluta hans saman.

Sam­­kvæmt niður­­­stöðum krufningar dó starfs­maðurinn vegna bráðrar röskunar á öndun vegna rofs á barka með blæðingum inn í berkjur sem af­­leiðing mikils þrýstings­á­­verka á brjóst, með ó­­eðli­­legum hætti. Á honum voru merki um mikinn þrýstings­á­­verka á brjósti og efri hluta kviðar mörgum rif­brotum og al­­gerri tætingu á hægri kvísl barkans sem leiddi til blæðingar í öndunar­vegi sem leiddu til stíflu og stöðvun á öndun.

Báru ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi

Allir á­kærðu neituðu sök í málinu og kröfðust sýknu. Sam­kvæmt saka­vott­orðum þeirra hafði enginn þeirra áður sætt refsingu og var höfð hlið­sjón af því við á­kvörðun refsingar.

„Þá ber að taka til­­lit til þess að við krufningu á líki A mældist hár styrkur am­­feta­míns í blóði hans, auk kanna­bis­efna og lyfsins mídazólam, en sam­­kvæmt vætti E, sér­­­fræðings í réttar­­læknis­­fræði, taldi hann ekki loku fyrir það skotið að lyfið, á­­samt fíkni­efnunum, hefði haft sam­­verkandi á­hrif á at­hyglis­­gáfu hans og ár­vekni. Í því ljósi þykir ekki ó­­var­­legt að ætla að A hafi sjálfur átt nokkra sök á slysinu,“ segir í dómi Héraðs­dóms.

Á hinn bóginn ber einnig að líta til al­var­­leika brots á­kærðu, en dómurinn hefur þegar slegið því föstu að hver þeirra beri á sinn hátt á­byrgð á því að manns­bani hlaust af gá­­leysi þeirra, svo sem rakið er hér að framan,“ segir einnig í dómnum.

Að því virtu á­kvaðst hæfi­­leg refsing starfs­mannsins sem kveikti á vélinni metinn fangelsi í 60 daga, en refsing með­á­kærðu fyrir hlut­deild að mann­drápi af gá­leysi, 30 dagar.

Í sam­ræmi við dóm­­venju í sam­bæri­­legum málum, svo og að því gættu að rann­­sókn málsins og út­­gáfa á­kæru dróst úr hófi, án þess að á­kærðu verði um kennt, þykir rétt að skil­orð­binda refsinguna svo sem nánar greinir í dóms­orði.