Dómsmál

Dæmdir fyrir að ráðast á mann á American Bar

​Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo karlmenn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að öðrum manni á skemmtistaðnum American Bar í Austurstræti í apríl 2016.

Átökin héldu áfram fyrir utan skemmtistaðinn í Austurstræti. Fréttablaðið/Pjetur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo karlmenn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að öðrum manni á skemmtistaðnum American Bar í Austurstræti í apríl 2016.

Í lögregluskýrslu segir að brotaþoli hafi ýtt við öðrum mannanna eftir að sá hafði gengið utan í hann. Myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum sýni að klukkan rúmlega fjögur um nótt hafi þeir byrji að munnhöggvast og ýta í hvor annan. Annar ákærðu hafi rekið höfuð sitt, að því er virtist viljandi, í höfuð brotaþola. Brotaþoli hafi við það kýlt hann með hnefahöggi en í þann mund skakkaði hinn sem ákærður var leikinn.

Hann hafi kýlt brotaþola tvisvar í andlitið sem svaraði með tveimur höggum til baka. Hinum ákærðu var í kjölfarið gert að yfirgefa staðinn. Þar biðu þeir fyrir utan eftir brotaþola þar sem þeir réðust á hann aftur með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og fingurbrotnaði, en hann hlaut einnig mar á vinstri kinn og bólgu fyrir aftan vinstra eyra.

Við aðalmeðferð málsins sögðu ákærðu að brotaþoli hafi átt upptökin að slagsmálunum fyrir utan skemmtistaðinn. Hann fór fram á 943 þúsund krónur í miskabætur en ákærðu var gert að greiða honum 443 þúsund auk 250 þúsund króna í málskostnað.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að mennirnir tveir hafi ekki hlotið dóm vegna líkamsárásar áður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

„Tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum“

Dómsmál

Sakfellt á línuna í bitcoin-máli

Dómsmál

Kona sleppur við fjárnám

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing