Kín­verski leik­skóla­kennarinn Wang Yun, sem byrlaði 25 leik­skóla­börnum eitur í mars í fyrra, hefur nú verið dæmd til dauða vegna málsins en þetta kemur fram í frétt CNN þar sem vísað í úr­skurð dóm­stólsins í Henan héraði.

Eitt barn lést vegna eitrunar og nokkur veiktust al­var­lega en Wang setti natríum­nítrat (e. sodium nitrate), sem hún keypti í gegnum netið nokkrum dögum fyrr, í hafra­graut nem­endanna morguninn 27. mars 2019 eftir að hafa átt í deilum við annan kennara við skólann.

Vissi hvaða áhrif eitrið hafði

Dómurinn féll í gær en þar kemur fram að Wang hafi einnig byrlað eigin­manni sínum sama efni, sem er eitrað og mögulega krabbameinsvaldandi, í febrúar 2017. Hún hafði þá sett efnið í glas eigin­manns síns en eigin­maðurinn varð fyrir minni­háttar skaða vegna málsins.

Wang hafi því vitað að efnið væri hættu­legt þegar hún á­kvað að setja það í graut nem­endanna og sagði dóm­stóllinn að að­gerðir hennar væru sví­virði­legar. Þá sagði dóm­stóllinn að refsing Wang þyrfti að vera þung og í sam­ræmi við lög. Það var því ákveðið að hún yrði tekin af lífi.