Kona var dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. er hún starfaði í verslun Bónuss í Holtagörðum.

Konan var ákærð fyrir að hafa nokkrum sinnum misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður verslunarinnar og dregið sér fjármuni með því að framkvæma tilefnislausar mínusfærslur í kassakerfi og taka í kjölfarið samsvarandi fjárhæð úr peningaskáp verslunarinnar.

Um var að ræða 71 skipti yfir tæplega fjögurra ára tímabil frá mars 2015 til nóvember 2018.

Í ljósi þess að konan játaði og hafði aldrei áður hlotið refsingu fékk hún sextíu daga skilorðsbundna fangelsisvist til tveggja ára.