„Það er raun­veru­lega ekki fyrr en í vor, þegar þessar að­stæður tengdar við CO­VID-far­aldurinn í heiminum koma upp, að veru­lega fer að kvikna í mér að reyna að hafa á­hrif,“ segir Daði Már Kristófers­son, for­seti fé­lags­vísinda­sviðs Há­skóla Ís­lands.

Daði til­kynnti nú síð­degis að hann ætli að gefa kost á sér sem vara­for­maður Við­reisnar, en stefnt er að því að halda lands­þing flokksins í haust. Daði þekkir vel til innan Við­reisnar en hann tók þátt í stofnun flokksins og sat í fyrstu stjórn hans.

Öðruvísi krísa sem krefst öðruvísi lausna

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Daði að CO­VID-far­aldurinn hafi í raun gert það að verkum að hann á­kvað að gefa kost á sér.

„Á­stæðan er að við stöndum frammi fyrir mjög ó­vissri stöðu sem gæti reynst okkur mjög erfið. Ég held það skipti gríðar­legu máli hvernig haldið er á málum. Við þurfum að nýta vand­lega það rými sem er í ís­lenskum efna­hag núna; ríkis­sjóður stendur miklu betur núna en 2008 og þetta er allt öðru­vísi krísa sem krefst öðru­vísi lausna. Við þurfum líka að draga lær­dóm af hruninu og ekki endur­taka það sem síst tókst á þeirri veg­ferð,“ segir Daði og bætir við að hann sé sér­stak­lega að hugsa til þeirra þúsunda Ís­lendinga sem horfa fram á at­vinnu­leysi. Þetta séu ein­staklingar sem eru hugsan­lega að lenda aftur í sam­bæri­legu á­falli rúmum ára­tug eftir efna­hags­hrunið.

„Enginn er ey­land og vel­ferð okkar allra er tengd náunganum. Það er mjög mikil­vægt að við hugum vand­lega að því núna þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að for­gangs­raða með mjög skýrum hætti.“

Myndi ekki skorast undan

Fari svo að Daði nái kjöri sem vara­for­maður flokksins segir hann blasa við að hann bjóði fram krafta sína í næstu Al­þingis­kosningum. „Ef ég gef kost á mér til for­ystu í stjórn­mála­flokki þá skorast ég varla undan því – yrði ég beðinn um það,“ segir hann en leggur á­herslu á að það sé á engan hátt víst að Við­reisnar­fólk telji að hann eigi sama erindi í pólitík og hann sjálfur telur.

Daði er sér­fræðingur í um­hverfis- og auð­linda­hag­fræði og segist hann brenna mjög fyrir um­hverfis­málin. „Ef við ætlum að tryggja gott sam­fé­lag á Ís­landi þá þurfum við að huga að því að gera hlutina á sjálf­bæran hátt,“ segir Daði sem á fjórar dætur. Hann segist skilja vel á­hyggjur ungu kyn­slóðarinnar af um­hverfis­málum.

Tækifærin liggja í mannauði framtíðarinnar

Daði segist hafa stutt þau stefnu­mál sem Við­reisn hefur staðið fyrir á undan­förnum árum. Hann kveðst vera al­þjóða­sinni, frjáls­lyndur og segist telja að frjáls við­skipti og opin þátt­taka í al­þjóð­legu sam­starfi sé horn­steinn vel­ferðar á Ís­landi.

„Svo þurfum að gæta að því að við sköpum eins jöfn tæki­færi fyrir alla þegna landsins eins og nokkur kostur er. Við þurfum að standa vörð um mennta­kerfið sem er horn­steinninn að fram­tíðinni, sér­stak­lega í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða með fjórðu iðn­byltingunni. Það er í mann­auði fram­tíðarinnar sem okkar tæki­færi liggja. Því betur sem við pössum upp á hann því betur á Ís­landi eftir að vegna.“