Cybertruck-pallbíllinn var frumsýndur árið 2019 og átti að fara í framleiðslu árið 2021 en framleiðsla hans hefur tafist nokkuð í Covid-19 heimsfaraldrinum. „Cybertruck verður nógu vatnsheldur til að geta flotið eins og bátur og mun því geta farið yfir ár eða vötn, og jafnvel sjó sem er ekki of úfinn,“ sagði Elon Musk á Twitter. Elon Musk hefur látið fleira uppi um Cybertruck að undanförnu, eins og að hann verði með fjórum rafmótorum og geti stýrt afturhjólunum, sem gefur honum möguleika á að keyra til hliðar.