For­eldrar Et­han Crumbl­ey sem myrti fjóra í mennta­skóla í Ox­ford í út­jaðri Detroit á þriðju­dag eru taldir vera á flótta undan yfir­völdum en þau voru á­kærð fyrir mann­dráp af gá­leysi fyrir að hafa gefið syni sínum morð­vopnið í jóla­gjöf. CNN greinir frá.

Michael Bouchard, lög­reglu­stjóri Oak­land sýslu í Michigan, stað­festi við CNN að Crumbl­ey hjónanna væri saknað en sagði jafn­framt að hann teldi ó­lík­legt að þau myndu komast langt.

„Ef þau halda að þau séu að fara að komast undan þá er það ekki satt,“ sagði Bouchard.

Að sögn hans eru lög­reglu­menn að vinna á­samt al­ríkis­lög­reglunni FBI að því að hafa hendur í hári Jenni­fer og James Crumbl­ey.

Lögmennirnir segja þau ekki á flótta

Að­spurður um hvort hann teldi þau vera vopnuð sagðist lög­reglu­stjórinn ekki geta úti­lokað það. For­eldrarnir áttu að mæta fyrir rétt klukkan fjögur á banda­rískum tíma.

Lög­menn Crumbl­ey hjónanna segja þau ekki vera á flótta heldur hafi þau yfir­gefið Ox­ford að kvöldi skot­á­rásarinnar vegna ótta um eigið öryggi.

„Crumbl­ey hjónin fóru úr bænum nóttina eftir hina hræði­legu skot­á­rás vegna síns eigin öryggis. Þau munu snúa aftur til svæðisins til að mæta fyrir rétt. Þau eru ekki að flýja undan lög­reglu­yfir­völdum þrátt fyrir ný­lega um­fjöllun í fjöl­miðlum,“ segir í yfir­lýsingu lög­mannanna.

Að sögn að­stoðar­lög­reglu­stjórans Michael Mc­Ca­be eru Crumbl­ey hjónin ekki í gæslu­varð­haldi og því á­litin vera á flótta. Hann er þó þess full­viss að þau muni finnast fyrr en síðar.