Crumbl­ey hjónin voru hand­tekin snemma á laugar­dags­morgun á staðar­tíma. Þau eru for­eldrar hins fimm­tán ára Et­han Crumbl­ey sem myrti fjóra í mennta­­skóla í Ox­ford í út­jaðri Detroit á þriðju­­dag. Þau hafa verið á­kærð fyrir mann­dráp af gá­leysi fyrir að gefa syni sínum morð­vopn í jóla­gjöf.

Hjónin, James og Jenni­fer Crumbl­ey, fundust í kjallara í Detroit nokkrum klukku­tímum eftir að hafa lagst á flótta, sam­kvæmt frétt BBC. Lög­reglan komst á snoðir þeirra eftir nafn­lausa á­bendingu.

Hjónin áttu að mæta fyrir rétt í gær en skiluðu sér ekki. Þau eru á­kærð fyrir mann­dráp af gá­leysi fyrir að hafa gefið syni sínum morð­vopn og bregðast ekki við vá­boðum í að­draganda á­rásarinnar.

Kölluð á fund fyrir árásina

Sama dag og á­rásin átti sér stað voru hjónin kölluð á fund í skólann með syni sínum vegna til­kynninga frá kennurum Et­hans um ógnandi teikningar.

Eftir að hafa setið fund með skóla­yfir­völdum og for­eldrum sínum var Et­han hleypt aftur inn í tíma þar sem hann réðst á sam­nem­endur sína.

Et­han hafði áður birt myndir af skamm­byssunni á sam­skipta­miðlum sínum og var búinn að leita að skot­færum á netinu.

Alls létust fjórir í á­rásinni og sjö aðrir særðust. Yngsta fórnar­lambið var fjór­tán ára og þeir elstu sau­tján ára.

Et­han hefur verið kærður fyrir hryðju­verk, fjögur morð, sjö til­raunir til mann­dráps og vörslu skot­vopns.

Alríkislögregla Bandaríkjanna bauð fundarlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til að foreldarar Ethans yrðu fundin.