Þrátt fyrir að nú séu engar CO­VID-19 tak­markanir í gildi innan­lands er Co­við­spyrnan hvergi nærri hætt að mót­mæla CO­VID-19 að­gerðum innan­lands. Til stendur að halda á­fram mót­mæla­fundum á Austur­velli næstu laugar­daga að sögn Jóhannesar Lofts­sonar, formanns Frjáls­hyggju­fé­lagsins og tals­manns hreyfingarinnar.

Jóhannes hefur í heims­far­aldrinum verið mjög gagn­rýninn á sótt­varnar­að­gerðir stjórn­valda. Sagði hann meðal annars í út­varps­þættinum Reykja­vík síð­degis í ágúst síðast­liðnum að best væri að stjórn­völd létu af „skað­legum sótt­varnar­að­gerðum“ vegna á­hrifa þeirra á at­vinnu­lífið og réttindi fólks. Co­við­spyrnan er hópur efa­semdar­fólks um hætturnar af og til­vist CO­VID-19 sjúk­dómsins auk þess sem hópurinn hefur marg­í­trekað lagt fram full­yrðingar um bólu­efni og bólu­setningu sem miserfitt er að sannreyna.

Eins og al­þjóð veit féllu öll sótt­varnar­tak­mörk úr gildi á mið­nætti á föstu­dags­kvöld og eru engin sam­komu­tak­mörk í gildi, né grímu­skylda eða annað þess háttar í fyrsta skiptið í meira en ár. Á­stæðan er að sjálf­sögðu sú að fá sem engin smit hafa greinst undan­farið þar sem rúm­lega 90 prósent þjóðarinnar er bólu­sett að ein­hverju leyti.

Þrátt fyrir þetta mætti Co­við­spyrnan á Austur­völl á mót­mæla­fund gegn CO­VID-19 að­gerðum stjórn­valda laugar­daginn var. Sagn­fræðingurinn Stefán Páls­son fangaði mynd af frekar fá­mennri sam­komu hópsins og birti á Face­book síðu sinni.

Að­spurður hverju Co­við­spyrnan sé að mót­mæla segir Jóhannes að hópurinn kalli eftir upp­gjöri vegna að­gerða stjórn­valda.

„Við höfum alltaf talað fyrir því að það eigi sér stað um­ræða um það sem er í gangi. Það er nánast úti­lokað að sótt­varnar­að­gerðum sé lokið því að engin um­ræða hefur átt sér stað,“ segir Jóhannes.

En af­léttingarnar hljóta að hafa verið gleði­tíðindi fyrir ykkur?

„Jú auð­vitað eru það mikil gleði­tíðindi. En raunin er sú að við höfum farið í gegnum þetta allt áður. Við fórum í gegnum þetta í fyrra,“ segir Jóhannes. Þegar honum er bent á að nú sé fyrsta skiptið frá upp­hafi far­aldurs sem að öllum tak­mörkunum hefur verið af­létt, ó­líkt því sem var síðasta sumar, bendir Jóhannes rétti­lega á að tak­markanir séu enn í gildi á landa­mærunum.

„Það er enn á landa­mærunum eitt­hvað á­fram. Ís­lenska hag­kerfið byggist á því að við fáum hér ein­hverja ferða­menn til landsins,“ segir Jóhannes.

Spáir víðtækum lokunum eftir kosningar

Voruð þið þá helst að mót­mæla að­gerðunum á landa­mærunum á laugar­dag?

„Nei, við höfum viljað að það fari fram rann­sókn á því sem hefur átt sér stað,“ segir Jóhannes. Hann segist vilja frekari upp­lýsingar af hálfu stjórn­valda vegna and­láts af völdum bólu­setninga. „Það þarf að eiga sér stað upp­gjör svo að við vitum hvað er í gangi. Upp­lýsinga­gjöf stjórn­valda hefur ekki verið á­sættan­leg í kringum þetta, því þetta er í raun til­raun sem hér hefur átt sér stað.“

Býstu við að þið munið bara halda á­fram upp­teknum hætti og mæta á Austur­völl?

„Við erum að stefna inn í kosningar núna þar sem allir flokkar virðast hafa verið á­nægðir með það sem var gert, án þess að í rauninni það hafi átt sér stað upp­gjör á for­tíðinni. Við stefnum í það að það verði öllu skellt í lás í októ­ber þegar kosningarnar eru búnar.“

Að­spurður hvernig hann viti að „öllu verði skellt í lás“ bendir Jóhannes meðal annars á fjölgun til­fella af CO­VID-19 í Bret­landi. Í þessu sam­hengi má benda á að í frétt Reu­ters kemur fram að þó til­fellum hafi fjölgað undan­farna daga í Bret­landi hafi dauðs­föllum haldið á­fram að fækka vegna fjölda þeirra sem eru bólu­settir. 83,7 prósent Breta hafa fengið fyrsta skammt og 61,2 prósent eru full­bólu­settir.

Vill að fólki bjóðist óviðurkennt lyf

Jóhannes er ekki sann­færður. „Þó að menn óski sér að krísan sé búin án þess að taka um­ræðuna upp, þá er þetta ekki búið, því CO­VID er hérna á­fram og við höfum verið að tala mjög sterk­lega fyrir því að það eigi að bjóða upp á aðrar leiðir en bólu­setningu,“ segir hann.

Bendir Jóhannes í því sam­hengi á lyfið I­ver­merctin. Lyfið, sem notað er við sníkju­dýrum, hefur ekki verið sam­þykkt af lyfja­stofnun hér­lendis í með­ferð gegn CO­VID-19, né heldur í Banda­ríkjunum eða Evrópu. Á vef­síðu Lyfja­stofnunar kemur fram að ekki ætti að nota lyfið við eða gegn CO­VID-19 þar sem niður­staða um mat á á­vinningi og á­hættu liggur ekki fyrir.

Segir þar að nauð­syn­legt sé að endan­legar niður­stöður úr klínískum rann­sóknum liggi fyrir áður en hægt sé að full­yrða um öryggi lyfsins og verkun þess gegn CO­VID-19. Þá geti notkun lyfsins fylgt ýmsar auka­verkanir eins og út­brot, ó­gleði, upp­köst og maga­verkir sem og bólgur í and­liti, út­limum og svimi og flog. Þá getur skyndi­leg lækkun blóð­þrýstings fylgt notkun lyfsins, al­var­leg út­brot í húð komið fram, sem og lifrar­skaði. Rann­sóknir hafa einnig sýnt fækkun hvítra blóð­korna, og hækkandi gildi ýmissa efna í lifur.

Að­spurður að því hvort þörf sé á því að nota hið um­deilda lyf hér­lendis nú þegar fá eða engin smit greinast lengur í kjöl­far mikillar þátt­töku í bólu­setningu full­yrðir Jóhannes að það sé ekki vegna bólu­setningar, og bendir á að þeim hafi líka fækkað í fyrra.

„En það er reyndar rétt það hafa ekki verið mikið af smitum undan­farið en þetta kemur í ljós, nú förum við að opna landa­mærin og þá hlýtur þetta að koma til landsins líka. Maður náttúru­lega vonar það besta en ég er hræddur um að það sé úti­lokað, það er ekki hægt að óska sér vanda­málin í burtu, þú verður líka að horfa á það sem er í gangi annars­staðar í heiminum og þar er smitum að fjölga.“

Mót­mæla­fundir Co­við­spyrnunnar fara fram á Austur­velli klukkan tólf að há­degi á hverjum laugar­degi. Að­spurður út í mætingu, þar sem harla fáir virðast hafa mætt síðast­liðinn laugar­dag, segir Jóhannes hana stöðuga. „Við vorum ég veit ekki, þrjá­tíu fjöru­tíu þarna. Þetta er sæmi­leg mæting og að­eins að fara upp, við höfum verið allt í 70.“