Í blóð­sýn­um sem tek­in voru á Ítal­í­u árið 2019, hið elst­a frá okt­ó­ber sama ár, hafa greinst mót­efn­i sem mæl­ast helst eft­ir kór­ón­u­veir­u­smit. Fyrst­a stað­fest­a til­fell­i Co­vid-19 greind­ist í Wu­han í Kína í desember 2019 og gefa nið­ur­stöð­urn­ar kenn­ing­um um að vír­us­inn hafi ver­ið kom­inn fram fyrr byr und­ir báða væng­i.

Vís­ind­a­fólk við krabb­a­meins­rann­sókn­ar­stöð­in­a Isti­tu­to Naz­i­on­a­le Tum­or­i í Míl­an hef­ur birt nýja rann­sókn, sem ekki hef­ur ver­ið rit­rýnd, þar sem blóð­pruf­ur tekn­ar áður en far­ald­ur­inn braust út voru próf­að­ar án nýj­an leik. Blóð­sýn­in voru tek­in af tveim­ur rann­sókn­ar­stof­um og við grein­ing­u á þeim fund­ust mót­efn­i sem oft­ast fylgj­a kór­ón­u­veir­u­smit­i.

„Ef þett­a er stað­fest gæti það út­skýrt spreng­ing­un­a í fjöld­a til­fell­a á Ítal­í­u árið 2020. Sars-Cov-2 eða fyrr­i gerð veir­unn­ar var að dreif­a sér und­ir yf­ir­borð­in­u,“ seg­ir Gi­ov­ann­i Apol­on­e, einn þeirr­a sem kom að rann­sókn­inn­i, í sam­tal­i við Fin­anc­i­al Tim­es.

Kona með nei­kvætt Co­vid-próf á lest­ar­stöð í Míl­an.
Fréttablaðið/AFP

Vís­ind­a­fólk hafð­i fyr­ir far­ald­ur­inn próf­að blóð 959 ein­stak­ling­a til að skim­a fyr­ir lungn­a­krabb­a. Gerð voru próf á blóð­in­u aft­ur og leit­að að mót­efn­um gegn kór­ón­u­veir­u­sýk­ing­u. Að beiðn­i Al­þjóð­a­heil­brigð­is­mál­a­stofn­un­ar­inn­ar voru sýn­in próf­uð á rann­sókn­ar­stof­u í Holl­and, sem vinn­ur í sam­starf­i við stofn­un­in­a, og á ann­arr­i rann­sókn­ar­stof­u á Ítal­í­u.

Mar­i­on Ko­opm­ans, yf­ir­mað­ur veir­u­fræð­a á holl­ensk­u rann­sókn­ar­stof­unn­i, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „á­hug­a­verð­ar.“ Hún seg­ir þó of snemmt að drag­a á­lykt­an­ir um það hvort Co­vid-19 hafi kom­ið til Ítal­í­u áður en fyrst­a til­fell­ið sem vit­að er um greind­ist í Wu­han, 31. desember 2019. Magn mót­efn­ann­a þriggj­a sem þurf­a að mæl­ast til holl­ensk­a rann­sókn­ar­stof­an taki það gilt sem merk­i um fyrr­i sýk­ing­u var ekki nægj­an­leg­a mik­ið. Frek­ar­i rann­sókn­a sé þörf seg­ir Ko­opm­ans, eink­um á sjúk­ling­um sem voru með ó­út­skýrð veik­ind­i á seinn­i hlut­a 2019.

Frá Wu­han.
Fréttablaðið/AFP

Gabr­i­ell­a Sozz­i, ein af þeim sem komu að rann­sókn­inn­i, seg­ir að hugs­an­leg­a hafi vír­us­inn ver­ið minn­a smit­and­i og á­sæk­in áður en far­ald­ur­inn braust út snemm­a árs í fyrr­a sem gerð­i það að verk­um að „nauð­syn­legt að nota mjög ná­kvæm próf þrátt fyr­ir að það auki hætt­un­a á röng­um já­kvæð­um nið­ur­stöð­um.

Áður hafa rann­sókn­ir bent til þess að fyrst­u Co­vid-smit­in í Evróp­u hafi átt sér stað í nóv­emb­er 2019, þar á með­al í Míl­an.

Ból­u­sett með ból­u­efn­i Pfiz­er í Tór­ín­ó í apr­íl.
Fréttablaðið/AFP