Þeir sem greinst hafa með CO­VID smit eða eru í sótt­kví á kjör­dag næstu helgi þann 25. septem­ber geta kosið úr bílum sínum eða á eigin dvalar­stað. Þetta kemur fram á vef dóms­mála­ráðu­neytisins.

Þar segir að kosið verði á sér­stökum kjör­stað og mun sú at­kvæða­greiðsla hefjast þann 20. septem­ber, á mánu­dag. Þar getur kjósandi mætt á bíl en þarf að hafa með­ferðis skil­ríki og rit­föng til að geta gert grein fyrir því hvern hann vill kósa.

„T.d. með því að sýna blað með lista­­bók­staf fram­­boðs eða á ann­an hátt sem kjör­­stjóri tel­ur ör­ugg­an og nægi­­lega skýr­an,“ eins og því er lýst á vef ráðu­neytisins.

Við­komandi má ekki stíga út úr bílnum og má ekki opna hurð né glugga og verður því að gera grein fyrir at­kvæði sínu í gegnum bíl­rúðuna. Segir ráðu­neytið að sýslu­menn, hver í sínu um­dæmi, aug­lýsi á vef­síðunni syslu­menn.is hvar og hve­nær at­kvæða­greiðslan fer fram.

Geta líka kosið að heiman

Þá segir ráðu­neytið að kjós­endur í um­ræddi stöðu, það er í ein­angrun eða í sótt­kví geti einnig kosið að heiman. Beiðni um slíkt skal beint til sýslu­manns í því um­dæmi þar sem við­komandi dvelst.

„Sé dval­ar­staður kjós­anda inn­an kjör­­dæm­is hans skal beiðnin ber­ast sýslu­manni eigi síðar en kl. 10:00 á kjör­­dag, en sé dval­ar­staður kjós­anda utan kjör­­dæm­is hans eigi síðar en kl. 10:00 fimmtu­dag­inn 23. sept­em­ber 2021.

Beiðninni skal fylgja stað­fest­ing heil­brigðis­yf­ir­valda á að við­kom­andi sé í ein­angr­un eða sótt­kví fram yfir kjör­­dag og upp­­­lýs­ing­ar um hvers vegna þeim sem er í sótt­kví er ekki unnt að greiða at­­kvæði á sér­­­stök­um utan­­­kjör­fund­ar­stað.“