Tvö Co­vid-19 smit hafa greinst meðal starfs­fólks á barnum Röntgen í Reykja­vík. Frá þessu er greint á Face­book-síðu barsins.

Þar kemur fram að hin smituðu hafi verið á vakt síðast­liðna helgi.

„Þá höfum við einnig fregnir af því frá nokkrum af okkar ást­kæru við­skipta­vinum að þau hafi mögu­lega mætt smituð á Röntgen eða smitast á staðnum. Um er að ræða föstu­dags-, laugar­dags- og sunnu­dags­kvöld.“
Starfs­fólkinu heilsast á­gæt­lega og „eru nokkuð brött miðað við að­stæður.“

Þau sem sóttu barinn þessa þrjá daga eru vin­sam­legast beðin um að huga vel að sótt­vörnum og fara um­svifa­laust í skimunun ef ein­kenni koma upp.