Í kvöld verð­ur hægt að nálg­ast vott­orð um ból­u­setn­ing­u gegn COVID-19, nei­kvætt PCR-próf eða fyrr­a smits af COVID á Heils­u­ver­u. Vott­orð­ið er í form­i QR-kóða og hef­ur feng­ið vinn­u­heit­ið COVID-pass­inn. Þá verð­ur Ís­land orð­ið þátt­tak­and­i í til­raun­a­verk­efn­i Evróp­u­sam­bands­ins þar sem próf­að er dul­kóð­að sam­ræmt vott­orð­a­kerf­i. Slík­ir kóð­ar hafa ver­ið skann­að­ir á land­a­mær­un­um hér síð­an 2. júní.

Mbl.is rædd­i við Inga Stein­­ar Inga­­son, sviðs­stjór­a ra­f­r­ænn­a lausn­a hjá em­bætt­i land­­lækn­­is sem seg­ir kerf­ið stytt­a bið­tím­a á flug­völl­um og hindr­a að föls­uð vott­orð kom­ist í um­ferð - af­­greiðsl­a þess sem er með með vott­­orð geti far­ið úr tveim­ur til þrem­ur mín­­út­­um nið­ur í tíu til fimm­tán sek­­únd­­ur og full­viss­a er um að um gilt vott­­orð sé að ræða.

Eins og sak­ir stand­a virk­ar kerf­ið ein­ung­is inn­an Evróp­u en við­ræð­ur stand­a yfir um að sam­bær­i­leg kerf­i sem eru í smíð­um í Band­a­ríkj­un­um og Ástral­í­u geti tal­að við hið evr­ópsk­a.

For­­set­­ar Evróp­­u­þ­ings­­ins, Evróp­­u­r­áðs­­ins og Fram­­kvæmd­­a­­stjórn­­ar Evróp­­u­­sam­b­ands­­ins und­­ir­­rit­­uð­­u í dag regl­­u­­gerð um sam­­evr­­ópskt vott­orð fyr­­ir ferð­­a­­menn. Ferð­a­fólk sem hef­ur ver­ið ból­u­sett, feng­ið COVID eða er með ný­legt nei­kvætt PCR-próf geta nýtt sér vott­orð­ið.

Í yf­ir­lýs­ing­u frá for­set­un­um seg­ir að vott­orð­ið sé „tákn um það sem Evróp­a stendur fyr­ir.“ Þrett­án ríki eru þeg­ar byrj­uð að nota kerf­ið og gefa út vott­orð. Regl­u­gerð­in tek­ur gild­i 1. júlí og ríki sam­bands­ins skuld­bund­in til að byrj­a að gefa út vott­orð ekki síð­ar en sex vik­um eft­ir það. Hún gild­ir til 31. júní á næst­a ári.