Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var langlaunahæsti einstaklingurinn af þeim aðilum sem bar hitann og þungann af Covid tengdum verkefnum í fyrra.

Kári var með tæpar þrettán milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í gærmorgun.

Tekið skal fram að fjármagnstekjur þessara einstaklinga eru ekki inn í þessari tölu heldur aðeins berstrípuð mánaðarlaun.

Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, er næstur á listanum með tæpar þrjár milljónir króna í laun á mánuði í fyrra.

Alma Möller, landlæknir, var tekjuhæst liðsmanna þríeykisins svokallaða með tæpa 1,9 milljón króna.

Hér að neðan má sjá listann yfir einstaklingana sem voru áberandi í Covid faraldrinum:

 • Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, 12.887.849 krónur
 • Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, 2.704.939 krónur
 • Karl G. Kristinsson, yfirlæknir við sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 2.467.242 krónur
 • Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómasviðs Landspítala, 1.996.842 krónur
 • Alma Möller, landlæknir, 1.882.924 krónur
 • Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, 1.702.834 krónur
 • Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, 1.651.905 krónur
 • Ragnar Freyr Ingvason, yfirlæknir Covid göngudeildarinnar, 1.635.045 krónur
 • Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, 1.715.867 krónur
 • Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, 1.501.687 krónur
 • Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, 1.406.430 krónur
 • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, stjórnandi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 1.368.927 krónur
 • Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningareymis - tók við að Ævari, 1.341.106 krónur
 • Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, 1.311.374 krónur
 • Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, 1.183.374 krónur
 • Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður smitrakningateymisins, 1.174.203 krónur
 • Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, 1.109.018 krónur
 • Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, 1.104.835 krónur

Þess má geta að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans sem var áberandi í Covid umræðunni og á upplýsingafundum Almannavarna, var með 4.278.000 krónur í mánaðarlaun í fyrra.

Frétta­blaðið mun í sam­starfi við DV birta fréttir úr á­lagninga­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.