Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sæmdi í dag fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Sérstaka athygli vekur að Már Kristjánsson, yfirlæknir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur voru sæmd orðunni.
Már annars vegar fyrir framlag sitt til meðferðar smitsjúkdóma og baráttu við Covid-19 en Ragnheiður fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.
Þau skipa sér þannig í hóp með þeim sem áður hafa verið sæmdir orðunni fyrir hlutverk sitt í baráttunni við faraldurinn.
En árið 2020 var þríeykið sem skipað var af Ölmu Möller, Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni sæmt orðunni fyrir störf sín gegn Covid-19.

Már Kristjánsson og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
Mynd/samsett
Aðrir sem hlutu orðuna í dag voru:
- Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings.
- Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, riddarakross fyrir störf á vettvangi vísinda og þekkingarmiðlunar.
- Drífa Hjartardóttir, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, riddarakross fyrir sveitarstjórnarstörf og framlag til menningarmála í heimabyggð.
- Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor, riddarakross fyrir framlag til menntamála á háskólastigi.
- Guðmundur Gunnarsson veiðarfærameistari, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á vettvangi sjávarútvegs og þróun veiðarfæra.
- Guðni Guðmundsson bóndi, riddarakross fyrir framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu.
- Karen J. Sturlaugsson, tónlistarkennari og hljómsveitarstjórnandi, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis ungmenna.
- Magnús Jakobsson, fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, riddarakross fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
- Mats Wibe Lund ljósmyndari, riddarakross fyrir störf á vettvangi ljósmyndunar og menningar.
- Már Kristjánsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til meðferðar smitsjúkdóma og baráttu við Covid-19.
- Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.
- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.
- Rúna Sif Rafnsdóttir sjúkraliði, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar.
- Örlygur Richter, fyrrverandi skólastjóri, riddarakross fyrir störf á vettvangi félagsog skólamála.