Sumar­bú­staður sem Þing­valla­nefnd keypti fyrir fimm árum við hliðina á Val­hallar­reitnum hefur enn ekki verið leigður út til fræði­manna og lista­fólks líkt og nefndin á­kvað í fyrra­vetur.

„Það hefur legið í dái út af Co­vid en það er á­kvörðun sem stendur,“ segir Ari Trausti Guð­munds­son, for­maður Þing­valla­nefndar.

Bú­staðurinn sem um ræðir stendur í miklum trjá­lundi við hlið Val­hallareitsins og var keyptur af ríkinu að undir­lagi Þing­valla­nefndar í því augn­miði að fjar­lægja húsið og fella trén.

Ari Trausti Guð­munds­son, for­maður Þing­valla­nefndar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

„Fyrir­sjáan­legt er að nú­verandi sumar­bú­staður og greni­skógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðal­að­stöðu ferða­manna á Hakinu og svæðisins við Val­hallar­reitinn og um­hverfisins við Öxar­á,“ út­skýrði þá­verandi þjóð­garðs­vörður Ólafur Örn Haralds­son fyrir for­sætis­ráðu­neytinu í að­draganda kaupanna.

Nú­verandi stjórn þjóð­garðsins hefur hins vegar fallið frá þessu. Húsið og lóðin hefur meðal annars verið nýtt af verk­tökum við stíga­gerða á svæðinu.

Að­spurður segir Ari ekki hafa verið út­fært ná­kvæm­lega hvernig út­leigu bú­staðarins verður hagað. „Það var búið að draga upp reglur og á­kveða þetta. En svo náttúr­lega fór fjár­hagurinn allur í kuðl. Við höfum því ekki byrjað að vinna neitt með þetta og ég býst alveg eins við að ný Þing­valla­nefnd fái að gera það þegar hún verður valin,“ segir Ari Trausti að vísar til þess að Þing­valla­nefnd er kjörin af Al­þingi sem gengur í gegnum endur­nýjun í haust.

Bú­staðurinn sem um ræðir er 49 fer­metrar.
Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

„En ef svo ber undir að Þing­valla­verði þyki rétt að fara að huga að þessu þá náttúr­lega gerum við það,“ tekur Ari Trausti fram. „En á­kvörðunin stendur. Og við vorum rétt svo búin að draga upp mögu­legar reglur hvernig væri valið í þetta.“

Ari Trausti undir­strikar að það sé ekki einungis lista­menn sem fái að­gang að bú­staðnum til dvalar á Þing­völlum. „Það var svona prinsipp­á­kvörðun sem við tókum að þetta væru ekki bara lista­menn heldur fræði­menn líka,“ segir hann.

Bú­staðurinn sem um ræðir er 49 fer­metrar.

Að sögn Ara Trausta hefur veru­lega rofað til í fjár­málum þjóð­garðsins eftir mikil harðindi í Co­vid. „Að­sóknin hefur tekið veru­legan kipp. Miðað við hvernig þetta var fyrir ári síðan er þetta um­snúningur en það er auð­vitað langt í það að hér fari að koma vel á aðra milljón gesta.“

Að sögn Ara Trausta hefur veru­lega rofað til í fjár­málum þjóð­garðsins eftir mikil harðindi í Co­vid
Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson