Heims­far­aldur Co­vid-19 hefur kostað ís­lenska heil­brigðis­kerfið allt að 27 milljarða króna á undan­förnum tveimur árum. Heil­brigðis­stofnunum hefur verið ráð­lagt af heil­brigðis­ráðu­neytinu að spara ekki í bar­áttu sinni gegn veirunni og að öllum kostnaði verði mætt. Grein var frá þessu í kvöld­fréttum Stöðvar 2 og á Vísi.

Að sögn Vísis er ekki auð­velt að á­ætla ná­kvæm­lega hver af­leiddur kostnaður far­aldursins er en heil­brigðis­ráðu­neytið tók saman tölur yfir beinan kostnað ríkis­sjóðs til heil­brigðis­stofnana í far­aldrinum.

Mest fer til Land­spítala

Á árinu 2020 kostaði Co­vid far­aldurinn heil­brigðis­kerfið 11 milljarða og á þessu ári er gert ráð fyrir að hann muni kosta heil­brigðis­kerfið um 16 milljarða.

Fjár­magnið skiptist gróf­lega niður á eftir­farandi hátt:

  • 5,8 milljarðar fara til Land­spítala og í verk­efni hans, Co­vid-göngu­deildina, hlífðar­búnað og fleira.
    • Tæpir 3,5 milljarðar fara í far­sótta­hótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um.
    • 2,7 milljarðar fara til Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, sem sér um sýna­tökur og bólu­setningar.
    • Um 2 milljarðar fara svo í kaup á bólu­efni.

Restin fjár­magninu, sem er um 2 milljarðar, hefur svo farið til stofnana á borð við Sjúkra­trygginga, land­læknis og heil­brigðis­stofnana úti á landi.

Willum Þór Þórs­son, ný­skipaður heil­brigðis­ráð­herra.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Sparnaður ekki það rétta í stöðunni

Willum Þór Þórs­son, ný­skipaður heil­brigðis­ráð­herra, segir sparnað ekki vera það rétta í stöðunni.

„Þetta er oft og tíðum bara spurning um hugar­far. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðru­vísi en það að þetta þarf að gera,“ segir hann.

Ráð­herrann segir að sparnaður myndi ekki hafa góðar af­leiðingar í þeirri stöðu sem nú er uppi.

Að sögn hans fengu stofnanir heil­brigðis­kerfisins þessi skila­boð við upp­haf far­aldursins og var þeim þá lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjár­auka­lögum.

„Þess vegna held ég að það hafi verið mjög far­sæl á­kvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera. Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim út­gjöldum sem kunnu að koma til,“ segir Willum.