Það voru 616 þúsund ný smit af COVID-19 sjúk­dómnum sem greindust í Norður- og Mið-Ameríku, en á sama tíma fækka dauðs­föllum um eitt prósent.

Kemur þetta fram í frétt frá Reu­ters.

Sam­kvæmt Pan American Health Organ­is­ation (PAHO) hefur smitum fjölgað um tæp tuttugu prósent síðustu fimm vikur í Norður-Ameríku.

Fjölgun smita í Norður-Ameríku má rekja til 27 prósenta aukningar í nýjum smitum í Banda­ríkjunum, en á sama tíma fer nýjum smitum fækkandi í Kanada og Mexíkó.

Í Mið-Ameríku er um 53 prósent aukning í nýjum smitum sam­kvæmt PAHO, en í Suður-Ameríku fer nýjum smitum fækkandi um átta prósent þrátt fyrir að flest lönd í álfunni greindu frá aukningu í fólki sem greinist með COVID-19.