37 starfs­menn hjá Skattinum voru sendir í sótt­kví eftir að einn starfs­maður reyndist vera smitaður af Co­vid-19 veirunni. Stefnt er að því að þeir starfs­menn sem eru nú í sótt­kví fari í skimun á mánu­daginn. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Elín Alma Arthurs­dóttir, vara­ríkis­skatt­stjóri og sviðs­stjóri á­lagningar­sviðs, greinir frá því að starfs­fólk vinni heima og því eigi hún ekki von á því að starf­semi stofnunarinnar skerðist vegna smitsins.

Finn engin ein­kenni

Allir sem störfuðu á sömu hæð og sá smitaði voru sendir í sótt­kví. Elín segir stofnunina stíga var­lega til jarðar og viður­kennir að mögu­lega hafi fleiri verið sendir í sótt­kví en þörf var á. Engin þeirra sem er í sótt­kví kveðst finna fyrir ein­kennum.

Búið var að skipta vinnu­staðnum í sótt­varnar­hólf eftir hæðum og grípa til annarra sótt­varnar­ráð­stafana að sögn Elínar, sem vonar að þetta gangi fljótt yfir.