CO­VID-19 kóróna­veiran dreifist nú ört milli landa í Evrópu og til­kynntu heil­brigðis­yfir­völd Sviss, Austur­ríkis og Króatíu um fyrstu smit þar í landi í dag. Búast má við því að fleiri lönd bætist dag­lega á listann á næstu dögum.

Heil­brigðis­yfir­völd í Sviss greindu frá því rétt í þessu að fyrsta til­vik kórónu­veirunnar hafi greinst þar í landi í dag. Ekki hafa borist upp­lýsingar um hvar í Sviss sýkti ein­stak­lingurinn greindist en ljóst er að hann kom frá Ítalíu.

Ungir ein­staklingar í ein­angrun

Tvö til­vik veirunnar greindust í Austur­ríki í Tyrol héraði, sem liggur að landa­mærum Norður-Ítalíu. Um er að ræða tvo 24 ára ein­stak­linga sem eru nú í ein­angrun í Inns­bruck. Annar þeirra er frá Lom­bar­dy héraði í Ítalíu þar sem um 50 þúsund í­búar eru nú í far­banni.

For­sætis­ráð­herra Króatíu, Andrej Plen­ko­vi stað­festi að fyrsta til­vik kóróna­veirunnar hefði komið upp í dag. „Sjúk­lingurinn er á smit­sjúkra­húsinu í Za­greb,“ sagði Plen­ko­vi. Um er að ræða ungan mann sem nú er í ein­angrun.

Fjórða tilvikið á Spáni

Að­eins degi eftir að til­kynnt var um fyrsta smit kórónu­veirunnar á Tenerife hefur ein­stak­lingur greinst með veiruna á megin­landi Spánar. Fyrsta til­fellið á Spáni greindist 1. febrúar á eynni La Gomera sem, líkt og Tenerife, er hluti af Kanarí­eyjum.

Sótt­varna­læknir varar við á­stæðu­lausum ferða­lögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Land­læknis þar sem koma fram ráð­leggingar vegna ferða­laga í til­efni af út­breiðslu kórón­veirunnar á Norður-Ítalíu og Tenerife. Tekið er fram að engar ferða­við­varanir séu í gildi á Tenerife.