Virði hlutabréfa í bandarísku verslunarkeðjunni Costco hefur vaxið um rúm 582 prósent frá árinu 2012, samkvæmt greiningarfyrirtækinu Zacks.
Keðjan rekur 829 verslanir, þar af eina í Kauptúni, ásamt bensínstöð.
Íslenska verslunin var opnuð í maí árið 2017 og um tíma voru um 70 prósent landsmanna í áskrift hjá henni.
Veltan hefur lækkað umtalsvert síðan við opnun en verslunin fór að skila hagnaði árið 2019, um 208 milljónum og 463 milljónum árið 2020.
Í greiningu Zacks kemur fram að 98 prósent innkomu Costco komi frá sölu á varningi en 2 prósent frá sölu áskrifta.
Verð á áskriftum hefur verið óbreytt frá opnun, 4.800 krónur.