Erlent

Costco horfir til Sví­­­þjóðar eftir Ís­lands­inn­­­­rásina

Sænski vef­miðillinn Breakit.se hefur heimildir fyrir því að verslunar­risinn Costco hyggist hasla sér völl á sænskum verslunar­markaði, ekki síst í kjöl­far vel­gengni á Ís­landi.

Costco náði tangarhaldi á fjölda Íslendinga á skömmum tíma og hermt er að nú standi til að reyna að endurtaka leikinn í Svíaríki. Fréttablaðið/Ernir

Efir vel heppnað landnám á Íslandi, fyrstu Norðurlandanna, hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á innrás í Svíþjóð ef marka má fréttir sænska viðskiptafréttamiðilsins Breakit.se.

Costco hefur gert óörfáar undantekningar á þeirri reglu sinni að opna ekki verslanir í borgum með færri en eina milljón íbúa. Verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ er eitt dæmi um þetta. 

Sjá einnig: Costco velti 8,65 milljörðum á Íslandi

Í ljósi þessa er gengið að því gefnu að Costco hafi augastað á Stokkhólmi og nágrenni og samkvæmt Breakit er Arninge sá staður sem risinn er helst að skoða en hermt er að IKEA hafi einnig hug á að koma sér fyrir þar.

Breakit heldur því vandlega til haga í umfjöllun sinni að Costco hafi opnað sína fyrstu verslun á norðurslóðum á Íslandi í maí 2017 í verslunarhverfi í grennd við Reykjavík. Þá er Costco sagt hafa haft merkjanleg áhrif á kauphegðun og íslenskan markað.

Sjá einnig: Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga

Greint er frá því, með vísan til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla, að á aðeins hálfum mánuði hafi 60.000 manns í landi sem telur rétt undir 350.000 manns skráð sig sem viðskiptavin Costco. Í febrúar á síðasta ári hafi síðan 71% mannfjöldans verið komnir með Costco-kort.

Þess er jafnframt getið að ásókn Íslendinga í ódýrar amerískar vörur hafi olíufélög og matvöruverslanir fengið að finna hressilega fyrir Costco og samkeppnin á báðum mörkuðum harðnað til muna.

Sjá einnig: Tilkoma Costco hefur ekki lækkað verð á sjónvörpum

Costco neitar að tjá sig við Breakit um hugsanlega Svíþjóðarinnrás með vísan til þess að á þeim bænum tíðkast ekki að upplýsa um nýjar verslanir fyrr en tveimur til þremur mánuðum áður en þær opna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Neytendur

Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco

Neytendur

Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum

Viðskipti

Innflutningur jarðarberja átjánfaldaðist vegna Costco

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Auglýsing