Chevro­let hefur látið tjaldið falla af nýrri Cor­vett­u, þeirri fyrstu með fellan­legu þaki sem komið hefur fram. Þakið er í tveimur hlutum og það eru sex raf­mótorar sem sjá um að fella það niður, en þakið sest niður í hólf fyrir aftan öku­manns­rýmið fyrir ofan vélina sjálfa. Þakið getur farið niður á að­eins 16 sekúndum og það er hægt á ferð upp að 50 km hraða á klst. Vélin er sú sama og í Coupé bílnum en hún er 6,2 lítra V8 sem skilar alls 495 hest­öflum. Sjálf­skiptingin er fyrsta átta þrepa skiptingin frá Cher­vro­let og er með tveimur kúplingum til að tryggja hraðar skiptingar. Það sem að­greinir bílinn frá Coupé bílnum eru stífari gormar en nýi bíllinn er 36 kílóum þyngri.