Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot.

Lögreglan í Korsíka, eyju fyrir utan suðurströnd Frakklands, handtók McGregor vegna ósiðlegs athæfi samkvæmt fréttaveitunni AFP, þar á meðal fyrir tilraun til kynferðisbrots og fyrir að bera sig. Málið var tilkynnt til lögreglu og McGregor handtekinn í kjölfarið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er sakaður um kynferðisbrot en hann var tekinn í gæsluvarðhald í byrjun ársins 2019 eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot en var ekki kærður. Var hann svo sakaður um kynferðisbrot í heimaborg sinni, Dublin, í október sama ár.

McGregor hefur oft komist í kast við lögin. Árið 2018 var hann handtekinn fyrir að kasta grjóti í bíl í eigu bardagakappans Khabib Nurmagomedov.