Erlent

Co­mey: Trump er „sið­­ferðis­­lega van­hæfur“

James Co­mey, fyrr­verandi for­stjóri FBI, segir Donald Trump, for­seta Banda­ríkjanna, vera „sið­ferðis­lega van­hæfan til þess að vera for­seti.“ Þessi orð lét hann falla í sjón­varps­við­tali í gær.

James Comey skýtur fast á Donald Trump sem á sínum tíma rak hann úr starfi forstjóra FBI. Fréttablaðið/Samsett

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sagði í viðtali við þáttinn 20/20 á ABC-sjónvarpsstöðinni í gær að hann teldi Donald Trump siðferðislega vanhæfan til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og að hann kæmi fram við konur eins og „kjötstykki.“

„Ég tek ekkert mark á því að hann sé vitsmunalega óhæfur eða á fyrstu stigum heilabilunnar. Ég tel hann ekki vera læknisfræðilega vanhæfan til þess að gegna embætti forseta. Ég held að hann sé siðferðislega vanhæfur til þess að vera forseti.“

Sjá einnig: Trump kallar James Comey slímklessu

Comey lét þessi þungu orð falla í fyrsta stóra sjónvarpsviðtalinu sem hann fer í síðan Trump rak hann úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI. Tilefni viðtalsins var að sjálfsögðu bókin A Higher Loyalty sem kemur út á morgun.

Bókin hefur þegar valdið miklum titringi í Hvíta húsinu og víðar en í henni greinir Comey frá samskiptum forsetans og forstjóra FBI.

Comey sagði Trump jafnframt vera raðlygara sem mögulega hefði hindrað framgang réttvísinnar.

Sjá einnig: Trump trylltur vegna bókar James Comey

Trump er einnig í árásarham og klukkustundum áður en viðtalið fór í loftið sagði hann Comey oft hafa gerst beran að lygum.

Comey sagði einnig að forsetinn yrði að vera gæddur virðuleika og hann yrði að styðja við grunngildin í kjarna bandarískrar þjóðarsálar. „Þessi forseti er ófær um þetta.“

Að viðtalinu loknu sendi Repúblíkanaflokkurinn frá sér yfirlýsingu þar sem Comey var sagður sýna svo ekki væri um villst að hann væri fyrst og fremst trúr sjálfum sér og það eina sem væri verra vanrækslusaga í embætti hans væri hversu fús hann er til þess að segja hvað sem er til þess að selja bækur.

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Trump trylltur vegna bókar James Comey

Bandaríkin

Trump kallar James Comey slímklessu

Erlent

Aðstoðarfor­stjóri FBI látinn fjúka

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing