Banda­ríski hers­höfðinginn og stjórn­mála­maðurinn Colin L. Powell lést úr völdum Co­vid-19 í dag. Powell var hvað þekktastur fyrir að vera utan­ríkis­ráð­herra í ríkis­stjórn Geor­ge W. Bush á árunum 2001 til 2005. Hann var fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna.

Fjöl­skylda Powell greindi frá andltinu á Face­book en CNN segir frá. Powell var 84 ára gamall.

Powell gegndi mörgum mikil­vægum stöðum á sínum pólitíska ferli en hann var meðal annars yfir­maður herráðsins í ríkis­stjórn Geor­ge H.W.Bush og Bill Clin­ton. Þá var hann þjóðar­öryggis­ráð­gjafi Ron­alds Reagans á níunda ára­tugnum.

Powell var yfirmaður hernaðarmála hjá Bush eldri.
Ljósmynd/Getty Images

Powell var um tíma einn eftir­sóttasti stjórn­mála­maður Banda­ríkjanna og vildu bæði Demó­kratar og Repúblikanar fá hann til að fara í for­seta­fram­boð árið 1992.

Hann naut mikillar hylli Banda­ríkjanna manna er Bush skipaði hann sem utan­ríkis­ráð­herra, alveg fram að Íraks­stríðinu.

Powell var utanríkissáðherra í fyrstu ríkisstjónr George W. Bush
Ljósmynd/Getty Images

Powell var í hernum í 35 ár áður en hann fór í pólitíkina. Hann tók þátt í Víet­nam stríðinu á árunum 1962 til 1963 og árið 1968. Hann endaði ferill sinn hjá hernum sem fjögurra stjörnu hers­höfðingi.

Powell heldur ræðu í Hvíta húsinu á níunda áratugnum. Ronald Reagan sést í bakgrunni.
Ljósmynd/Getty Images

Powell var mögu­lega einn á­hrifa­mesti ráð­gjafi í hernaðar­málum í Banda­ríkjunum á síðustu árum þar sem hann starfaði sem ráð­gjafi hjá fjórum forsetum Bandaríkjanna. Powell var með­limur í Repúblikana­flokknum frá árinu 1995. Hann greindi þó frá því opin­ber­lega árið 2008 að hann ætlaði að kjósa Barack Obama í for­seta­kosningunum það árið.

Condoleezza Rice og Colin Powell árið 2001.
Ljósmynd/Getty Images