Erfingi Coca Cola auðs, gríski milljarða­mæringurinn Alkivia­des David, var hand­tekinn á eyjunni St Kitts í Karabíska hafinu í síðustu viku en rúm­lega 5000 kanna­bis plöntur fundust í einka­þotunni hans. Hann var látinn laus gegn tryggingu í dag, að því er fram kemur á vef Sky.

Þá var breski leikarinn Jon­a­t­han Rhys Meyers í flug­vélinni hjá milljarðar­mæringnum á­samt eigin­konu sinni Mara Lane og tengda­móður. Fjöl­skylda David á meiri­hluta­eign í Coca Cola gos­drykkja­fram­leiðandanum víðs­fræga.

Var um við­skipta­ferð milljarða­mæringsins að ræða en hann ferðaðist til eyjunnar til að gera ráð­stafanir vegna stækkunar á Swissx lyfja­fyrir­tækinu sem fram­leiðir aðal­lega kanna­bis til læknis­fræði­legrar notkunar.