Banda­ríska sjón­varps­stöðin CNN gerir árangur Ís­lands í bar­áttunni gegn CO­VID-19 að um­fjöllunar­efni í nýjasta þætti frétta­mannsins Ander­son Cooper. Þar er meðal annars rætt við Þór­ólf Guðna­son, Pál Matthías­son og Má Kristjáns­son og vekur það at­hygli Ís­lendinga á Twitter að þar er tölu­vert annar tónn í um­ræðunni en gjarnan hér heima.

Vekur það sér­staka at­hygli frétta­manna CNN að dánar­tíðni vegna sjúk­dómsins hafi haldist í núlli frá því í maí síðast­liðnum á meðan staðan sé tölu­vert verri í Banda­ríkjunum. „Ég held að víð­tekin bólu­setning á Ís­landi hafi komið í veg fyrir slæmar af­leiðingar smitanna,“ segir Þór­ólfur.

Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítalans, segir við CNN að mar­traðar­á­standi hafi verið af­stýrt með bólu­setningum. „Ef ekki hefði verið fyrir bólu­setninguna held ég að það hefði haft geig­væn­leg á­hrif,“ segir hann.

Þá ræðir frétta­maður CNN við Ís­lendinga á förnum vegi og spyr hvort þeir séu bólu­settir. Ís­lenskur við­mælandi segist að sjálf­sögðu vera bólu­sett. „Það er borgara­leg skylda okkar,“ segir hún og vekur það sér­staka at­hygli Ander­son Cooper. „Ég vildi bara að þetta væri eitt­hvað sem fólk segir alls­staðar,“ segir Ander­son.

„Þetta er partý­borg,“ út­skýrir fréttamaður CNN eftir að djammþyrstir Íslendingar trufluðu hann í beinni útsendingu úr miðborginni.
CNN/Skjáskot

Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar segir Ís­land sönnun þess að bólu­setningar virka. Þá út­skýrir frétta­maðurinn Gary Tuchman í beinni út­sendingu frá Reykja­vík að ís­lensk yfir­völd hafi tekið upp tak­markanir að nýju. „En mikil­væg stað­reynd til að benda á er að ekki ein manneskja hefur látist úr CO­VID á Ís­landi eftir að hafa verið bólu­sett.“

Þá var Tuchman truflaður í beinni af djamm­þyrstum Ís­lendingum. „Þetta er partý­borg,“ út­skýrir hann eftir að hafa beðið Ís­lendingana um að sýna sér virðingu.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræðingur Við­skipta­ráðs, vekur at­hygli á tóninum sem sleginn er í um­fjöllun CNN í færslu á Twitter síðu sinni. „Dá­lítið annar tónn sem birtist þarna heldur en þegar töluð er ís­lenska í fjöl­miðlum,“ segir Kon­ráð.