Vart var nýr Clio kominn af færibandi verksmiðju Renault er hann hafði hampað sinni fyrstu viðurkenningu, en gestir á bílasýningunni í Genf kusu hann besta framleiðslubíl sýningarinnar í ár. Clio er söluhæsti bíll Renault og hefur verið einn vinsælasti smábíll Evrópu allar götur frá því að hann kom fyrst á markað. Nú, fimmtán milljónum eintaka síðar, hefur Clio aldrei verið jafn glæsilegur útlits eða tæknilega fullkomnari. Bíllinn er verulega breyttur frá fyrri kynslóð og kusu gestir bílasýningarinnar í Genf hann „besta framleiðslubílinn á sýningunni“ með 56% atvæða. Atkvæði sem út af stóðu dreifðust tiltölulega jafnt milli átta annarra bíla á sýningunni.

Söluhæsti Renault frá upphafi

Nýr Clio er fimmta kynslóð bílsins sem fyrst kom fram árið 1990. Hann er söluhæsta gerð Renault frá upphafi enda einn á vinsælasti í sínum flokki á Evrópumarkaði og jafnan í 1. eða 2. sæti á lista yfir þá söluhæstu. Clio er einn af einungis þremur fólksbílum í sínum flokki á markaðnum sem tvisvar sinnum hefur verið kjörinn „Bíll ársins“ í Evrópu. Bíllinn fer á Evrópumarkað í haust. Aðdáendur geta því farið að hlakka til þegar BL við Sævarhöfða kynnir þennan enn flottari og tæknivæddari Clio.