Á­ætlanir voru uppi hjá banda­rísku leyni­þjónustunni CIA um að ræna Juli­an Ass­an­ge, stofnanda Wiki­Leaks, frá sendi­ráði Ekvador í London, þar sem hann dvaldi á árunum 2012-2019. Þetta kemur fram í ítar­legri grein Ya­hoo News sem birt var í gær og unnin er upp úr sam­tölum við meira en þrjá­tíu fyrrum opin­bera aðila innan banda­rísku stjórn­sýslunnar.

Í greininni kemur fram að á­ætlanir CIA hafi gengið svo langt að hátt settir aðilar innan leyni­þjónustunnar og innan ríkis­stjórnar Trump hafi rætt um mögu­leika þess að myrða Ass­an­ge og jafn­vel óskað eftir drögum að slíkum á­ætlunum.

Málið vakti olli að sögn miklum deilum innan Trump stjórnarinnar um lög­mæti slíkra að­gerða og mögu­legar milli­ríkja­deilur sem þær gætu valdið.

Á­ætlanirnar voru hluti af um­fangs­mikilli her­ferð CIA gegn Wiki­Leaks og stofnanda þess, ástralska að­gerða­sinnanum Juli­an Ass­an­ge, sem inni­héldu meðal annars njósnir á starfsmönnum sam­takanna og þjófnaði á raf­tækjum þeirra.

Ass­an­ge hafði árum saman verið í sigti banda­rísku leyni­þjónustunnar en sam­kvæmt Ya­hoo News stig­magnaðist eftir­litið yfir í alls­herjar­stríð gegn honum eftir að Wiki­Leaks gáfu út við­kvæm njósna­gögn sem þekkt eru undir nafninu Vault 7 en að sögn leyni­þjónustunnar er um að ræða „stærsta gagna­leka í sögu CIA“.

Pompeo vildi hefna sín á Ass­an­ge

Þá­verandi for­stjóri banda­rísku leyni­þjónustunnar Mike Pompeo, sem skipaður var af Donald Trump, er sagður hafa leitar hefnda gegn Ass­an­ge og Wiki­Leaks vegna niður­lægingarinnar á lekanum á Vault 7. Fyrrum opin­ber aðili sem starfaði við þjóða­öryggis­mál hjá Trump ríkis­stjórninni stað­festir þetta í sam­tali við Ya­hoo News.

„Þeir sáu rautt“, er haft eftir manninum.

Reiði Pompeo gegn Wiki­Leaks leiddi til þess að hann lýsti sam­tökunum opin­ber­lega árið 2017 sem „fjand­sam­legri leyni­þjónustu án ríkis­fangs“. Þessi skil­greining opnaði dyrnar fyrir aukið eftir­lit og harðari að­gerðir gegn sam­tökunum og innan nokkurra mánaða voru banda­rískir njósnarar farnir að fylgjast náið með ferðum og sam­skiptum fjöl­margra starfsmanna Wiki­Leaks, þar með talið Ass­an­ge sjálfum.

Í greininni er því lýst hvernig Pompeo hafi rætt á­ætlanir um að ræna Ass­an­ge á fundum með hátt­settum yfir­mönnum innan ríkis­stjórnar Trumps. Pompeo stakk upp á því að Ass­an­ge yrði rænt úr sendi­ráði og hann færður til Banda­ríkjanna í gegnum þriðja land. Hug­myndin var að brjótast inn í sendi­ráðið, draga Ass­an­ge út úr því og „færa hann þangað sem við viljum“, að sögn fyrrum starfs­manns Banda­rísku leyni­þjónustunnar.

Slíkar að­gerðir hefðu án ollið gífur­legum pólitískum deilum á milli Banda­ríkjanna, Ekvador og Bret­lands, nánustu banda­manna­þjóð Banda­ríkjanna. Á­ætlununum var lýst sem „fá­rán­legum“ af sumum fyrrum starfs­mönnum. Ekki er vitað hversu ítar­lega Banda­ríkja­menn ræddu þessar á­ætlanir við breska kollega sína en þó er vitað til þess að þeir hafi rætt þær á ein­hverjum tíma­punkti.

Ræddu mögu­leikann á að myrða Ass­an­ge

Þá virðist hug­myndin um að myrða Ass­an­ge einnig hafa verið rædd af opin­berum aðilum innan Banda­ríkja­stjórnar en ekki er vitað hversu langt þær á­ætlanir gengu.

„Það var litið á þetta sem ó­á­reiðan­legt og fá­rán­legt,“ sagði fyrrum hátt settur aðili innan CIA, um hug­myndina um að myrða Ass­an­ge. Annar aðili lýsti þeim sem „bara Trump að vera Trump“.

Ekki er vitað hvort slíkar hug­myndir hafi náð eyrum Hvíta hússins og í yfir­lýsingu til Ya­hoo News þver­tekur Donald Trump fyrir að hafa nokkurn tíma í­hugað slíkar að­gerðir.

„Það er al­gjör­lega rangt, það átti sér aldrei stað,“ sagði hann og virtist sýna að­stæðum Ass­an­ge ein­hverja sam­úð. „Í raun, þá held ég að komið hafi verið mjög illa fram við hann,“ sagði fyrrum for­setinn.

Veltir því fyrir sér hvort hann hafi verið á listanum

Juli­an Ass­an­ge missti hæli sitt í sendi­ráði Ekvador í apríl 2019 og var í kjöl­farið hand­tekinn af breskum yfir­völdum. Hann hefur síðan þá dvalið í öryggis­fangelsinu Belmarsh í London þar sem hann bíður réttar­halda. Í byrjun þessa árs var á­kveðið að hann yrði ekki fram­seldur til Banda­ríkjanna.

Blaða­maðurinn Kristinn Hrafns­son, sem skipaður var rit­stjóri Wiki­Leaks árið 2018 af Ass­an­ge, tjáði sig um greinina á Twitter í gær og velti upp þeim mögu­leika hvort hann sjálfur hafi á ein­hverjum tíma­punkti verið skot­spónn sam­bæri­legra á­ætlana og CIA hafði uppi varðandi Ass­an­ge:

„Ný­lunda á mínum 30 árum sem blaða­maður: Að lesa um ítar­legar á­ætlanir CIA að ræna eða myrða Juli­an Ass­an­ge og öðrum Wiki­leaks starfs­mönnum/sam­starfs­fólki og velta því fyrir mér hvort ég hafi verið á dráps­listanum,“ skrifar Kristinn.