Kjúklingastaðurinn Chick-Fil-A skaust fram úr Taco Bell og var næst vinsælasti skyndibitastaður Bandaríkjanna á síðasta ári á eftir McDonalds.

Samkvæmt nýjasta lista Restaurant Business Magazine skilaði Chick-Fil-A hagnaði upp á 11,3 milljarða bandaríkjadala á síðasta ári.

McDonalds er enn í sérflokki í þessum flokki því McDonalds skilaði hagnaði upp á 40,4 milljarða bandaríkjadala.

Chick-Fil-A rekur 2363 veitingastaði í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og leggur staðurinn áherslu á kjúklingasamlokur.

Þrátt fyrir vinsældirnar eru enn allir veitingastaðir fyrirtækisins lokaðir á sunnudögum að hugmynd stofnanda fyrirtækisins.

Var það gert til að gera fólki kleift að rækta trú sína á sunnudögum og hvílast.