Ghosn var handtekinn í Japan í nóvember 2018 og hefur því verið í rúmt ár í haldi. Ákærurnar á hendur honum voru misnotkun á fjármunum Nissan, að hafa gefið upp lægri laun en hann hafði og að hafa flutt tap á eigin fjárfestingum yfir á erlenda reikninga Nissan. Eftir að hafa verið 108 daga í haldi var hann látinn laus gegn tryggingu og var honum bannað að ferðast frá Japan. Réttarhöld yfir honum áttu að hefjast í apríl á þessu ári. Í Japan hefur lögreglan fylgst strangt með honum og hann hefur ekki fengið að nota síma eða internet með eðlilegum hætti. Vegabréf hans hefur verið í geymslu japanskra lögfræðinga hans, sem vissu ekkert að þessum fyrirætlunum hans. Starfsmaður líbanska utanríkisráðuneytisins sagði Reuters að Ghosn hefði notað franskt vegabréf sitt við komuna til Líbanon. Líbanon er ekki með framsalssamning við Japan.

Samkvæmt frétt líbönsku fréttastöðvarinnar MTV flúði Ghosn með aðstoð hljómsveitar frá Georgíu og fyrrum sérsveitarmönnum líbanska hersins. Þar er sagt að hljómsveitin hafi spilað á heimili hans og þegar hún hafi lokið flutningi sínum hafi hinn lágvaxni Ghosn verið komið fyrir í einni af hljóðfæratöskunum. Þaðan var hann svo fluttur ásamt hljómsveitinni á flugvöll í grendinni þar sem að Bombardier einkaþota beið þess að flytja hann til Líbanon.

Eftir að Ghosn kom til Beirút lét hann hafa eftir sér að hann hefði ekki flúið undan réttlætinu heldur að hann hafi sloppið undan óréttlæti og pólitískum ofsóknum. „Gert er ráð fyrir sekt og mismunum er algjör, auk þess sem að grundvallar mannréttindi eru fótum troðin, í lítilsvirðinu japanska yfirvalda að fara eftir skyldum sínum gagnvart alþjóða lögum og samþykktum“ sagði Ghosn í yfirlýsingu. Hann lauk tilkynningunni með því að segja að hann gæti nú talað frjálslega við heimspressuna og muni byrja á því í næstu viku.