Valtýr Thors barna­smit­sjúk­dóma­læknir segir skyn­sam­legt að byrja að bólu­setja börn gegn Co­vid-19 til að koma í veg fyrir veikindi og lang­varandi á­hrif smits. Þetta snúist ekki að­eins um líkam­leg veikindi heldur einnig and­leg á­hrif þess að þurfa að fara í ein­angrun.

„Ég held að það sé mjög lík­legt að ein­hvern tímann eftir ára­mótin verði bólu­efni markaðs­sett fyrir börn allt niður í sex mánaða. Þá á eftir að taka á­kvörðun, og sótt­varna­yfir­völd stýra því, hverja veljum við að bólu­setja. Ég tel núna eins og áður að leiðin til að verja þjóð­fé­lagið okkar sé að bólu­setja sem flesta,“ sagði Valtýr í Síð­degis­út­varpinu á Rás 2 í dag.

Er­lendis eru sí­fellt fleiri dæmi þess að börn veikist vegna Co­vid og inn­lögnum barna hafi fjölgað. „Það má alveg búast við því að slíkt komi upp hér á Ís­landi fyrr eða síðar. Besta vörnin gegn því er bólu­setningar. Einnig myndi það koma í veg fyrir lang­varandi á­hrif,“ sagði hann.

Nú fara fram til­raunir með bólu­setningu barna undir tólf ára aldri. Um níu milljón banda­rísk börn eru nú bólu­sett, án þess að í ljós hafi komið al­var­legar auka­verkanir. Í Evrópu hafa nokkrar milljónir barna fengið bólu­setningu og hér hefst bólu­setning elstu nem­enda í grunn­skóla síðar í mánuðinum.