Fréttir

Byssumaður sem særði 10 manns ófundinn

Hóf skothríð eftir útihátíð á götum Manchester-borgar.

Vopnaðir lögreglumenn í Manchester. EPA

Tíu manns særðust í skotárás sem framin var í Manchester-borg í Englandi í nótt. Árásin var framin þar sem útiskemmtunin Caribbean Carnival hafði skömmu áður staðið yfir, í Moss Side-hverfinu, klukkan hálf þrjú í nótt.

Sumt fólkið mun vera alvarlega sært en aðrir eru minna sárir. Enginn hefur fallið í árásinni og enginn mun vera í lífshættu.

BBC hefur eftir Dr. Erinma Bell, sem barist hefur gegn ofbeldi á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð. Lögregla hefur ekki staðfest þær fregnir.

Ofbeldismaðurinn gengur enn laus. Lögregla hefur aukið viðbúnað í hverfinu á meðan rannsókninni stendur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Ísrael

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Auglýsing

Nýjast

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing