Fréttir

Byssumaður sem særði 10 manns ófundinn

Hóf skothríð eftir útihátíð á götum Manchester-borgar.

Vopnaðir lögreglumenn í Manchester. EPA

Tíu manns særðust í skotárás sem framin var í Manchester-borg í Englandi í nótt. Árásin var framin þar sem útiskemmtunin Caribbean Carnival hafði skömmu áður staðið yfir, í Moss Side-hverfinu, klukkan hálf þrjú í nótt.

Sumt fólkið mun vera alvarlega sært en aðrir eru minna sárir. Enginn hefur fallið í árásinni og enginn mun vera í lífshættu.

BBC hefur eftir Dr. Erinma Bell, sem barist hefur gegn ofbeldi á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð. Lögregla hefur ekki staðfest þær fregnir.

Ofbeldismaðurinn gengur enn laus. Lögregla hefur aukið viðbúnað í hverfinu á meðan rannsókninni stendur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Hittust aftur eftir meira en sextíu ára aðskilnað

Erlent

Söng í sig hita og hélt sér á floti í tíu klukku­tíma

Innlent

Drápu kálffulla langreyði

Auglýsing

Nýjast

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Kristín Soffía segir ástæðulaust að biðjast afsökunar

Mynd­band: Hnúfu­bakur dólar sér í Djúpinu

Jón Péturs­son nýr að­stoðar­maður Sig­mundar

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Óska eftir vitnum að hópá­rás á Flúðum

Auglýsing