Fréttir

Byssumaður sem særði 10 manns ófundinn

Hóf skothríð eftir útihátíð á götum Manchester-borgar.

Vopnaðir lögreglumenn í Manchester. EPA

Tíu manns særðust í skotárás sem framin var í Manchester-borg í Englandi í nótt. Árásin var framin þar sem útiskemmtunin Caribbean Carnival hafði skömmu áður staðið yfir, í Moss Side-hverfinu, klukkan hálf þrjú í nótt.

Sumt fólkið mun vera alvarlega sært en aðrir eru minna sárir. Enginn hefur fallið í árásinni og enginn mun vera í lífshættu.

BBC hefur eftir Dr. Erinma Bell, sem barist hefur gegn ofbeldi á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð. Lögregla hefur ekki staðfest þær fregnir.

Ofbeldismaðurinn gengur enn laus. Lögregla hefur aukið viðbúnað í hverfinu á meðan rannsókninni stendur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Erlent

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Bretland

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Auglýsing

Nýjast

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Vill fresta afgreiðslu sam­göngu­á­ætlunar fram yfir jól

Mótmælin stórslys fyrir verslun og efnahag

Öryggi ekki tryggt á yfirfullum bráðadeildum

Auglýsing