Margir eru særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í fyrirlestrarsal í háskólanum Heidelberg í vesturhluta Þýskalands í dag.

Samkvæmt The Guardian er byssumaðurinn, sem var nemandi við skólann, látinn.

Ekki hafa verið gefnar upplýsingar um það hvernig byssumaðurinn lést en samkvæmt vef Guardian segir að greint hafi veirð frá því að hann hafi snúið vopni sínu að sjálfum sér.

Um klukkan hálf tvö leytið í dag ráðlagði lögreglan fólki í gegnum samfélagsmiðla að halda sig fjarri svæðinu við Heidelberg-háskóla.

Ekki hefur verið greint frá því hversu margir særðust í árásinni eða hversu alvarlega.

Samkvæmt heimildum Guardian er ekki gert ráð fyrir að árásin hafi verið gerð af trúarlegum eða pólitískum ástæðum.

Heidelberg er staðsett sunnan Frankfurt og eru íbúar um 160 þúsund. Heidelberg-háskólinn er elsti háskólinn í Þýskalandi og einn sá þekktasti.

Lögreglan við háskólann í dag.
Fréttablaðið/Getty Images