Maðurinn sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í lok ágúst hefur verið ákærður í fimm liðum, þar á meðal fyrir að hafa beint skammbyssu að sambýliskonu sinni og hóta tveimur drengjum. Þetta kemur fram á MBL.

Maðurinn var skotinn af lögreglu eftir að hafa hleypt af byssu nokkrum sinnum, heima hjá fyrrverandi manni sambýliskonu sinnar sem og víðar. Mun hann hafa verið undir áhrifum áfengis.

Beint skammbyssu að sambýliskonu

Hann er ákærður fyrir brot í nánu sam­bandi með því að hafa hótað sam­býl­is­konu sinni með því að beina að henni 22 kalíbera skamm­byssu af teg­und­inni Ber­etta A87 Tar­get þar sem hún stóð í gætt baðher­berg­is.

Var hótunum til þess fall­in að verkja hjá kon­unni ótta um líf sitt og heil­brigði. Einnig er ákært fyr­ir til­raun til mann­dráps, hús­brot, eign­ar­spjöll og vopna­laga­brot, hót­un, brot gegn vald­stjórn og hættu­brot

Drengir flúðu út í skóg

Er hann ákærður fyrir að hafa ætlað að bana fyrrverandi manni sambýliskonu sinnar, sá var ekki heima. Maðurinn mun hafa skotið úr haglabyssu og skammbyssu í rúðu og hurð. Maðurinn mun svo hafa hleypt af fleiri skotum úti á bílastæði og skotið á tvo bíla.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir brot gegn barna­vernd­ar­lög­um með því að hafa hótað tveimur drengjum sem voru í húsinu sem hann réðst inn í. Þeir sátu í sófa en flúðu út í garð og þaðan í nærliggjandi skóg.

Farið er fram á refsingu, greiðslu all­s sak­ar­kostnaðar og að byss­ur hans og skot­færi verði gerðar upp­tæk. Hús­ráðandi ger­ir kröfu um skaða- og miska­bæt­ur. Fyr­ir hönd drengj­anna og sam­býl­is­kon­unn­ar er gerðar miska­bóta­kröf­ur.