Sex björg­un­ar­sveit­ar­menn í flot­göll­um vinna nú að því að reyna að koma grindhvaln­um á flot sem villtist upp í fjöruna í morgun. Nú er byrjað að flæða að og vonast er til að þá takist að koma hvalnum aftur á haf út á lífi.

„Hvalurinn lá í fjöruborðinu og reyndu björgunarsveitarmenn að halda honum þar meðan beðið var eftir auknum búnaði til björgunaraðgerða,“ segir Gísli A. Víkingsson, líffræðingur hjá Hafró sem var viðstaddur björgunarstörfin.

Þóra Jónsdóttir, dýralæknir frá MAST og lögreglumenn eru einnig á svæðinu og fara fyrir björgunarstörfum. Vegfarendur og fréttamenn fylgjast einnig með.

„Það er eins og það hafi dregið af honum jafnt og þétt en enn var talið fýsilegt að reyna björgun,“ segir Gísli.

Björgunarsveitir voru kallaðar út á ellefta tímanum í morgun til að reyna að bjarga grindhvalnum sem er að öllum líkindum karldýr.