Haf­in hef­ur ver­ið próf­un á ból­u­efn­um Pfiz­er og Mod­ern­a gegn COVID-19 á börn­um. Sér­fræð­ing­ar í heil­brigð­is­mál­um hafa hvatt til þess að slík­ar próf­an­ir fari af stað til að freist­a þess að drag­a úr smit­um og svo hægt sé að opna skól­a á nýj­an leik.

Pfiz­er er fyrst­i lyfj­a­fram­leið­and­inn sem byrj­að­ur er að gera til­raun­ir með ból­u­efn­i á börn­um. Þær fara fram í Band­a­ríkj­un­um. Mod­ern­a hef­ur haf­ið próf­an­ir á börn­um á aldr­in­um 12 til 17 ára. Hið svo­kall­að­a bresk­a af­brigð­i COVID-19 virð­ist smit­a börn meir­a en fyrr­i af­brigð­i. AstraZ­en­e­ca ætl­ar einn­ig að hefj­a til­raun­ir á börn­um vest­an­hafs. Þett­a kem­ur fram í frétt Wall Stre­et Jo­urn­al.

Nokk­ur dæmi eru þess hér­lend­is að börn hafi smit­ast af bresk­a af­brigð­in­u og kom­ið hafa upp smit í skól­um. Við upp­­haf COVID-19 far­­ald­­urs­­ins var mik­­ið rætt hvern­­ig hald­­a mætt­­i skól­­um opn­­um þann­­ig að smit yrðu ekki þar. Í ljós hef­­ur kom­­ið að slík smit hafa ekki ver­­ið tíð.

Sú stað­reynd að ból­u­efn­i hafa hing­að til ekki ver­ið próf­uð á börn­um hef­ur vak­ið ugg með­al heil­brigð­is­starfs­fólks, sem seg­ist ekki vita hvort ból­u­efn­in séu ör­ugg fyr­ir börn eða hvort breyt­a þurf­i skammt­a­stærð svo hægt sé að ból­u­setj­a þau með ör­ugg­um hætt­i.

Sum­ir sér­fræð­ing­ar telj­a þó að langt sé í land með að þróa ból­u­efn­i sem virk­ar á börn svo hægt verð­i að hefj­a venj­u­bund­ið skól­a­hald á næst­a ári. Marg­ir bú­ast jafn­vel við því að slík ból­u­efn­i verð­i ekki til­bú­in fyrr en á næst­a ári vegn­a þess hve lang­an tíma slík­ar til­raun­ir taka, jafn­vel þó að ból­u­efn­a­til­raun­ir séu gerð­ar nú mun hrað­ar en með ból­u­efn­i fyr­ir aðra sjúk­dóm­a.

Ból­u­sett á heils­u­gæsl­u hér­lend­is.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Ég ótt­ast að þett­a sé jafn­vel orð­ið of seint. Tím­a­setn­ing­in skap­ar þá erf­ið­leik­a í að afla nógu mik­ill­a gagn­a svo að ból­u­efn­ið sé full­próf­að og met­ið yfir vor­ið og sum­ar­ið,“ seg­ir Evan Ander­son, próf­ess­or í barn­a­lækn­ing­um við Emor­y lækn­a­há­skól­ann í At­land­a í Band­a­ríkj­un­um.

Sam­tök barn­a­lækn­ing­a í Band­a­ríkj­un­um send­i ný­leg­a bréf til em­bætt­is­mann­a al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem kvatt var til þess að byrj­að yrði að gera til­raun­ir á börn­um. Þar kom fram að meir­a en tveir þriðj­u þeirr­a barn­a sem lát­ist hafa úr COVID-19 væru svört eða af róm­önsk­um upp­run­a.

Mikilvægt að hefja tilraunir á börnum sem fyrst

Band­a­rísk­a lyfj­a­eft­ir­lit­ið FDA seg­ir mik­il­vægt að hefj­a ból­u­efn­a­próf­an­ir á börn­um. Það hef­ur hins veg­ar ekki gef­ið út skýr fyr­ir­mæl­i um hvern­ig slík­ar til­raun­ir eigi að fara fram og ekki hvort að gagn­a þurf­i að safn­a frá hundr­uð­um eða þús­und­um barn­a.

Frá því í haust, er skól­ar voru opn­að­ir aft­ur víða um Band­a­rík­in, hafa ekki orð­ið mörg smit þar. COVID-19 virð­ist einn­ig hafa minn­i á­hrif á börn Síð­an í júlí hafa, af þeim rúm­leg­a 190 þús­und dauðs­föll­um sem orð­ið hafa vegn­a far­ald­urs­ins í Band­a­ríkj­un­um, ein­ung­is 121 barn lát­ist af þeim sök­um. Í Band­a­ríkj­un­um taka þær töl­ur til fólks und­ir 21 árs aldr­i. Engu að síð­ur hafa meir­a en millj­ón börn smit­ast af COVID-19 sam­kvæmt band­a­rísk­u sótt­varn­a­stofn­un­inn­i CDC.