Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu mun byrja að sekta öku­menn bíla sem enn eru á nagla­dekkjum á næstu dögum og eru öku­menn hvattir til að skipta um dekk á bílum sínum, að því er fram kemur í frétt RÚV.

Árni Frið­leifs­son, varð­stjóri í um­ferðar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu segir í sam­tali við miðilinn að sektir muni hefjast um eða eftir helgi. Hann segir að lög­reglan ætli að bíða og sjá hvernig landið liggur á þeim tíma.

Nagla­dekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. októ­ber ár hvert og hækkuðu sektir fyrir nagla­dek um mánaðar­mótin og eru nú 20.000 krónur fyrir hvern hjól­barða, sem myndi gera 80.000 krónur fyrir fjögur negld dekk.

Lög­reglan tekur til­lit til að­stæðna og skil­yrða á landinu og sektar ekki fyrr en að­stæður á landinu eru orðnar góðar og ekki þarf nagla­dekk. Nagla­dekk valda hve mestu svif­ryki á Ís­landi.