Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun byrja að sekta ökumenn bíla sem enn eru á nagladekkjum á næstu dögum og eru ökumenn hvattir til að skipta um dekk á bílum sínum, að því er fram kemur í frétt RÚV.
Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við miðilinn að sektir muni hefjast um eða eftir helgi. Hann segir að lögreglan ætli að bíða og sjá hvernig landið liggur á þeim tíma.
Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október ár hvert og hækkuðu sektir fyrir nagladek um mánaðarmótin og eru nú 20.000 krónur fyrir hvern hjólbarða, sem myndi gera 80.000 krónur fyrir fjögur negld dekk.
Lögreglan tekur tillit til aðstæðna og skilyrða á landinu og sektar ekki fyrr en aðstæður á landinu eru orðnar góðar og ekki þarf nagladekk. Nagladekk valda hve mestu svifryki á Íslandi.