Bólu­setning mun halda á­fram í vikunni þar sem gert er ráð fyrir að tæp­lega fimm þúsund ein­staklingar fái sína seinni bólu­setningu auk þess sem byrjað verður að bólu­setja ein­stak­linga í elstu aldurs­hópunum en skammtar fyrir þá ein­stak­linga, frá Pfizer, komu til landsins í morgun.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir greindi frá málinu á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag og má því gera ráð fyrir að búið sé að bólu­setja ein­stak­linga í fyrstu fimm for­gangs­hópunum en þar er um að ræða fram­línu­starfs­menn innan heil­brigðis­kerfisins og íbúa á hjúkrunar- og öldrunar­heimilum.

Einstaklingar 70 ára og eldri í forgangi

Sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigðis­ráðu­neytisins eru allir yfir 60 ára aldri síðan í sjötta for­gangs­hópi en Þór­ólfur greindi frá því fyrr í mánuðinum að í ljósi fárra skammta hafi verið á­kveðið að endur­skoða það.

Þannig verða ein­staklingar 70 ára og eldri bólu­settir á undan þeim sem eru 60 til 69 ára, auk þess sem á­kveðnir ein­staklingar með undir­liggjandi lang­vinna sjúk­dóma, sem annars eru í sjöunda for­gangs­hópi, geta verið bólu­settir fyrr.

Munu ekki geyma skammta

Bólu­setningar með bólu­efni Pfizer hófust í lok desember og munu því ein­staklingar í fyrstu for­gangs­hópunum nú fá seinni bólu­setningu. Á­kveðið var þá að geyma helminginn af skömmtunum fyrir seinni bólusetningu en það verður ekki gert í fram­haldinu.

Þrjú þúsund skammtar til viðbótar af bóluefni Pfizer bárust síðan í dag.

Bólu­setningar með bólu­efni Moderna hófust síðan í síðustu viku þar sem um tólf hundruð manns voru bólu­settir en þar voru allir skammtar nýttir strax.