Ég handrenni hvern einasta hlut og því eru engir tvei hlutir eins," segir Guðbjörg Káradóttir, keramikhönnuður. 

Guðbjörg útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og hefur verið starfandi keramikhönnuður síðan. Hún er annar stofnandi hönnunarteymisins Postulínu og stofnandi Ker. 

Guðbjörg sækir innblástur í íslenska náttúru og vinnur ýmist með steinleir eða postulín sem hún blandar við eldfjallaösku, sem hún segir gefa mjög skemmtilega áferð og lit. 

Guðbjörg hefur meðal annars hannað og selt jólatré sem slegið hafa í gegn. 

Jólatrén hafa verið afar vinsæl fyrir jólin.
Fréttablaðið/Eyþór

,,Upprunalega vorum við að gera pendúla úr postulini sem þróuðust í tvær áttir," segir Guðbjörg. 

,,Annað varð að sýningunni ,,Snjókoma” sem sýnd var í Harbinger gallerí og á hönnunarvikunni í Stokkhólmi á sýningunni We live here en hún saman stóð af 1000 snjókornum," segir hún. 

,,Í hina áttina  þróaðist hugmyndin af jólatrjánum. Þau hafa verið í stöðugri þróun síðan," bætir Guðbjörg við. 

,,Sjálfbærni er mikilvægur þáttur í framleiðslu en allur leir og glerunga-hráefni sem fellur til er endurunnið," segir Guðbjörg sem að auki leggur áherslu á græna orku í allri framleiðslu.

Jólatrén sem koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi áferðum fást í Ker, Haf store, og nokkrum erlendum verslunum, meðal annars Paustian í Kaupmannahöfn.  

Guðbjörg handrennir hvern hlut svo engir tveir eru eins.
Fréttablaðið/Eyþór
Jólatrén litar Guðbjörg með eldfjallaösku.
Fréttablaðið/Eyþór