Nú er kominn alveg nýr Renault Megane E-TECH sem byggir á traustum grunni, útlitið er kunnuglegt og notagildið sver sig í ættina. Rétt eins og forverarnir, sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, eru aksturseiginleikar Megane E-TECH afbragðsgóðir, gaman er að aka bílnum, þægindi mikil og einhvern veginn allt á sínum stað. Líka plássið fyrir ökumann og farþega, að ógleymdu farangursrýminu.

Nema bara að nú er þetta rafbíll, sem er bara betra á allan hátt. Megane E-TECH er hljóðlátur og aðdáendur Renault verða sannarlega ekki sviknir.

Renault leggur áherslu á að um rafbíl sé að ræða með því að bæta E-TECH við nafnið, en tæknin er víðar en bara í nafninu því að bíllinn er hlaðinn framsækinni tækni eins og við var að búast frá Frökkum.

Hurðarhúnarnir falla inn í hurðirnar en þrýstast út þegar bílnum er aflæst eða þegar einhver nálgast bílinn. Þegar bílstjórinn sest undir stýri kviknar á OpenR-snertiskjánum í mælaborðinu og allt innanrýmið er lýst upp með óbeinni birtu. Flestar aðgerðir fara í gegnum OpenR-skjáinn.

Megane E-TECH er enn rúmbetri en eldri Megane sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, meðal annars vegna þess að gólfið er flatt og hjólahaf lengra í E-TECH.

Mikið er um endurunnin efni bæði í mælaborði og öðrum innréttingum bílsins og ekki er hægt að verjast þeirri tilhugsun að maður sé að setjast inn í sanna hönnunargræju.

Eins og Frakka er von og vísa er hugað vel að lýsingu og hljóðvist. Notuð er sérstök tækni sem verkfræðingar Renault þróuðu, „Cocoon Effect Technology“ til að hljóðeinangra farþegarýmið, svo Megane E-TECH er með hljóðlátustu rafbílum og er þá nokkuð sagt.

Megane E-TECH er hlaðinn allri nýjustu tækni þegar kemur að öryggisbúnaði. Til dæmis hemlar bíllinn sjálfur ef hindrun birtist þegar verið er að bakka.

Þegar allt kemur til alls er það svo bílferðin sjálf sem skiptir máli og hún er ánægjan ein á Renault Megane E-TECH.

Franskur klassi sem ekki klikkar.