Tækni­risinn App­le vinnur nú að þróun sjálfa­kandi öku­tækis og stefnir að því að koma því á markað árið 2025. Þróunar­verk­efnið ber heitið Project Titan og mun öku­tækið hafa þá sér­stöðu að vera sjálfa­kandi að öllu leyti.

Þetta herma heimildir Bloom­berg.

Fyrr á þessu ár var greint frá því að App­le ætlaði sér í raf­bíla­fram­leiðslu og virðist raunin ætla að verða sú á næstu árum.

Heimildir Bloom­berg herma að ekkert stýri verði á öku­tæki App­le sem þýðir að tæknin ein mun sjá um að koma far­þegum á á­fanga­stað.

Ekki liggur fyrir hvort fram­leiðslunni verður slegið á frest ef ekki tekst að klára þróunar­vinnuna fyrir árið 2025 eða hvort Appe ráðist í fram­leiðslu á hefð­bundnari raf­magns­bíl til að byrja með.

Í frétt Bloom­berg kemur fram að stjórn­borð bif­reiðarinnar verði eins­konar iPad og mun hann því að líkindum svipa til skjásins sem er í bif­reiðum Tesla.

Heimildir Bloom­berg herma að innan App­le hafi verið rætt um mögu­leikann á að markaðs­setja öku­tækið ein­göngu sem sam­keppnis­aðila við Uber og Lyft. Þó er talið að það verði ofan á að öku­tækið verði markaðs­sett fyrir al­mennan markað.

Það sem rennir stoðum undir þessar fréttir Bloom­berg er sú stað­reynd að App­le hefur að undan­förnu aug­lýst eftir fjölda verk­fræðinga, hug­búnaðar­sér­fræðinga og tölvunar­fræðinga með reynslu úr bíla­bransanum.