Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra vinnur nú að gerð varnar­garða við eld­gosið í Geldinga­dölum. Þetta kemur fram í til­kynningu al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra.

Í morgun var hafist handa við að reisa tvo fjögurra metra háa varnar­garða ofan við Nátt­haga en mögu­legt er að hækka varnar­garðana upp í átta metra ef þess gerist þörf síðar. Vinnan fer fram í sam­starfi við lög­reglu­stjórann á Suður­nesjum, al­manna­varnir í Grinda­vík og Grinda­víkur­bæ og gert er ráð fyrir að verkið taki þrjá til fjóra daga.

Varnar­garðarnir eru unnir úr efni sem þegar er á staðnum og sam­kvæmt al­manna­vörnum hefur vinnan lítil um­hverfis­á­hrif í för með sér.

Þetta er gert til að fyrir­byggja að hraun renni yfir Suður­stranda­veg ef eld­gosið skyldi standa yfir í lengri tíma. Sá mögu­leiki gæti þá komið upp að hraunið myndi renna yfir ljós­leiðara sem liggur niður­grafinn yfir svæðið en ekki er vitað hvort eða hvernig á­hrif hraun­rennslið hefur ofan í jörðinni og þar með á ljós­leiðarann.

Hraun­flæðið hefur að mestu leyti verið inn í Merar­dali til norð­austurs en hluti hraunsins hefur runnið inn í syðsta hluta Merar­dala á svæði sem kallað er Nafn­lausi­dalur. Í gær jókst hraun­flæðið veru­lega inn á það svæði og í kjöl­far þess var á­kveðið að hrinda verk­efninu af stað.

„Reynslan hefur sýnt, bæði innan­lands og er­lendis, að varnar­garðar hafa á­hrif og geta gagnast og það er því til mikils að vinna ef hægt er að tryggja að hraun­rennslið verði á­fram fyrst í fremst í Merar­dali,“ segir í til­kynningu al­manna­varna en Merar­dalir geta tekið við tölu­verðu magni af hrauni til við­bótar.

Öll efnistaka er staðbundin og eingöngu notast við efni sem þegar er á staðnum.
Mynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra